Rannsóknaþing 2019 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

1.11.2019

Rannsóknaþing verður haldið þriðjudaginn 5. nóvember kl. 14.00-16.30 á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Alþjóðlegt samstarf, áherslur og tækifæri í rannsóknum.

  • Fb-1080x1080-002-2

Rannís og Vísinda- og tækniráð bjóða til Rannsóknaþings þriðjudaginn 5. nóvember á Grand Hótel Reykjavík, Háteigi. 

Á þinginu verður sjónum beint að því sem fram undan er í alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum og menntamálum. Ný tækifæri felast í nýjum samstarfsáætlunum ESB, Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætluninni og Erasmus+ menntaáætluninni. Breyttar áherslur eru í norrænu samstarfi, auk þess sem Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður hafa heimild til þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum samkeppnissjóða. 

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs verða veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

Dagskrá 

  • Forstöðumaður Rannís, Hallgrímur Jónasson, býður gesti velkomna.
  • Setning Rannsóknaþings
    • Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
  • Hvað er framundan í alþjóðasamstarfi? Næstu samstarfsáætlanir ESB og norrænt samstarf
  • Áherslur og tækifæri í rannsóknum
  • Áherslur í alþjóðaáætlunum – Pallborðsumræður:
    • Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
    • Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, prófessor í myndlist við Listaháskóla Íslands.
    • Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
    • Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
    • Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.
    • Stjórnandi pallborðs er Hallgrímur Jónasson.
  • Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
    • Kristján Leósson formaður dómnefndar, gerir grein fyrir valinu.
    • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir verðlaunin.

Dagskrárlok, léttar veitingar

Fundarstjóri er Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs.

Aðgangur ókeypis - en gestir þurfa að skrá sig.

Upptaka frá Rannsóknaþingi 2019









Þetta vefsvæði byggir á Eplica