Rannsóknasjóður rauður þráður í öflugri þekkingarsköpun grunnrannsókna á Íslandi

16.1.2024

67 rannsóknaverkefni hlutu styrk úr Rannsóknasjóði árið 2024. Öndvegisstyrkir voru fjórir, verkefnisstyrkir 30, nýdoktorsstyrkir 11 og 22 doktorsnemastyrkir.

  • RAN01624
  • RAN01583
  • RAN01605
  • RAN01622
  • RAN01632

Þann 12. janúar síðastliðinn hélt Rannís úthlutunarfund Rannsóknasjóðs og við það tækifæri var tilkynnt hvaða rannsóknaverkefni hlytu styrk úr sjóðnum árið 2024.

Alls voru það 67 rannsóknaverkefni sem hlutu styrk að þessu sinni, þar af voru ellefu ný doktorsstyrkir og 22 doktorsnemastyrkir. Heildarupphæð styrkja er 3.281 milljónir króna til þriggja ára. Árangurshlutfall umsókna er 19,0%.

Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru Katrín Möller, nýdoktor í lífvísindum við Háskóla Íslands og Jón Emil Guðmundsson, lektor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Katrín Möller fjallaði og rannsóknir sínar, tækifærin að loknu doktorsnámi og umhverfi nýliðunar í íslensku vísindasamfélagi út frá eigin sjónarhóli. Katrín sagði að grunnrannsóknir væru eina tækið sem samfélagið hefur til að skapa alveg nýja þekkingu. Til að stuðla að nýrri þekkingu þyrfti ungt vísindafólk að hafa; loforð stjórnvalda um uppbyggingu og framtíðarsýn, fjármagn og tíma sem skapa tækifæri til að stunda rannsóknir og öflugt framhaldsnám. Rannsóknasjóður væri rauði þráðurinn í gegnum þessi atriði sem gerði ungu vísindafólki kleift að stunda grunnrannsóknir á Íslandi. 

Jón Emil fjallaði um rannsóknir sínar um uppruna alheimsins og uppbyggingu rannsókna á íslandi út frá eigin upplifun en Jón Emil tók nýlega við stöðu lektors við Raunvísindadeild Háskóla Íslands eftir að hafa starfað á erlendri grundu, bæði hjá Princeton háskóla í Bandaríkunum og Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð.

Í lok fundar fór Þóra Pétursdóttir, varaformaður stjórnar Rannsóknasjóðs, yfir úthlutun sjóðsins árið 2024. Umsóknir voru 353 talsins og hlutu alls 67 verkefni styrk að þessu sinni. Öndvegisstyrkir voru fjórir, verkefnisstyrkir 30, nýdoktorsstyrkir 11 og 22 doktorsnemastyrkir. Árangurshlutfallið var 19%.

Smellið hér til að skoða úthlutun Rannsóknasjóðs 2024

Tegund Fjöldi umsókna Fjöldi styrkja Árangurshlutfall umsókna Hlutfall af úthlutuðu fé
Öndvegisstyrkir 29 4 13,8% 17,8%
Verkefnastyrkir 159 30 18,9% 54,2%
Nýdoktorastyrkir 59 11 18,6% 11,8%
Doktorsstyrkir 106 22 20,8% 16,1%
Samtals 353 67 19,0%  

RAN01632Fulltrúar styrktra verkefna stilltu sér upp fyrir myndatöku í tilefni af úthlutun Rannsókna

Upptaka frá úthlutundarfundinum

https://www.youtube.com/live/jgcHchllrxw?feature=shared









Þetta vefsvæði byggir á Eplica