Rannís tekur þátt í Nýsköpunarviku
Nýsköpunarvikan fer fram 22. - 26. maí nk. Hátíðin er haldin á Íslandi ár hvert en markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.
Rannís tekur þátt í vikunni með ýmsum hætti. Á þriðjudeginum 23. maí er svokallaður yfirtökudagur vikunnar í Grósku og mun Rannís vera með bás og svara spurningum gesta meðal annars um Tækniþróunarsjóð og Enterprise Europe Network.
Á föstudeginum 26. maí stendur Rannís fyrir tveimur fyrirlestrum.
Heiti fyrirlestrar: License to Thrive
Kl. 10.15 í Sykursal Grósku mun Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Rannís, segja frá verkefninu Dafna (e. Thrive) sem er samstarfsverkefni Tækniþróunarsjóðs og Klaks.
Dafna eru vinnustofur og mentoraprógram fyrir Sprota – og Vaxtarstyrkþega Tækniþróunarsjóðs.
Þar munu gestir einnig heyra reynslusögu frá Írisi Baldursdóttur, sem starfar hjá Snerpu Power en Snerpa Power hefur hlotið styrk úr Tækniþróunarsjóði og tekið þátt í vinnustofum Dafna.
Heiti fyrirlestrar: It´s time for your innovation checkup
Kl. 13.00 í Sykursal Grósku mun Mjöll Waldorff, sérfræðingur hjá Rannís, fjalla um þjónustuframboð Enterprise Europe Network (EEN) , sem er í umsjón Rannís.
EEN styður metnaðarfull fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti. sérstakur fókus verður á ástandsskoðun nýsköpunar sem fyrirtæki geta bókað sig í til að meta hversu "heilbrigð" nýsköpun þeirra er.
Þá fá gestir að heyra tvær reynslusögur frá aðilum sem hafa farið í ástandsskoðum með sína nýsköpun.
Fyrirlestrar Rannís eru opnir öllum.
Þá hvetjum við áhugasama að kynna sér dagskrá Nýsköpunarvikunnar en fjölmargir dagskrárliðir eru opnir öllum.