Rannís auglýsir eftir umsóknum í Jafnréttissjóð Íslands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafnréttissjóð Íslands og er umsóknarfrestur til 29. apríl 2021, kl. 15:00
Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
Tilgreint er í fjármálaáætlun hvaða ár úthlutun eigi að fara fram á hverju fimm ára tímabili en gert er ráð fyrir úthlutun á tveggja ára fresti.
Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum. Árið 2021 hefur sjóðurinn 30. m.kr. til ráðstöfunar.
Úthlutað verður næst úr sjóðnum 18. júní 2021.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís (mínar síður). Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Jafnréttissjóðs .