Rafrænn upplýsingafundur um COST verkefni
Rafrænn upplýsingafundur um COST verkefni verður haldinn 23. júní nk. í beinni útsendingu á vefnum frá 8:30-10:00 að íslenskum tíma.
COST skrifstofan í Brussel heldur sinn fyrsta rafræna upplýsingafund. Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa ahuga að kynna sér COST (allt frá doktorsnemum til reyndari vísindamanna).
Nánar má lesa um COST verkefni á vef Rannís eða á vef COST skrifstofunnar.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram á fundinn, en honum verður streymt í beinni útsendingu á Zoom og YouTube.