Óskað eftir tilnefningum fyrir Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2025

4.11.2024

Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 1. desember 2024.

  • Hvatningarverdlaun_tilnefningar_oskast

English Version

Hvatningarverðlaunin eru veitt ungu vísindafólki sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi.

Verðlaunaféð eru þrjár milljónir króna.

Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu ásamt rökstuðningi þess sem tilnefnir. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi í janúar 2025.

Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára en þó er tekið fullt tillit til tafa sem kunna að verða á ferli viðkomandi vegna umönnunnar barna.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 1. desember 2024.

Tilnefningum ásamt rökstuðningi og ítarlegum upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað inn í gegnum mínar síður Rannís ( Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs ).

Senda inn tilnefningu í gegnum mínar síður









Þetta vefsvæði byggir á Eplica