Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefni fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði
Rannís auglýsir eftir umsóknum um verkefni fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði. Umsóknarfresturinn er 2. nóvember 2020, kl. 16:00.
Með útgáfu vegvísis er ætlunin að efla rannsóknarinnviði hérlendis og mynda heildarstefnu í uppbyggingu rannsóknarinnviða á Íslandi.
Auglýst var eftir tillögum um verkefni fyrir vegvísi í júní og voru þær tillögur birtar á vef Rannís. Mælt er með að umsækjendur kynni sér þessar tillögur með það fyrir augum að leita tækifæra til að auka samstarf sín á milli og sameina hópa í umsóknarvinnunni ef við á.
Frekari upplýsingar um vegvísavinnuna má finna á vefsíðu sjóðsins.
Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur sjóðsins um val á innviðum á vegvísinn áður en umsókn er gerð. Handbók Innviðasjóðs vegna rannsóknarinnviða á vegvísi má finna á vefsíðu Innviðasjóðs ásamt fleiri gögnum.
Ekki er sótt um styrki í þessu kalli. Þau verkefni sem komast á vegvísi munu í framhaldinu njóta forgangs við úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Sótt er um rafrænt á mínum síðum Rannís.