Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tillögur á nýjan vegvísi um rannsóknarinnviði

6.8.2024

Stjórn Innviðasjóðs auglýsir eftir tillögum að verkefnum fyrir vegvísi um uppbyggingu á rannsóknarinnviðum. Umsóknarfrestur er 12. september 2020, kl. 15:00.

Í fyrsta skrefi umsóknarferlisins er væntanlegum umsækjendum boðið að senda inn tillögur að innviðaverkefnum fyrir vegvísinn.

Umsóknum skal skilað inn eigi síðar en 12. september 2024 klukkan 15:00.

Tillögunum er skilað í gegnum umsóknakerfi Rannís sem má nálgast í gegnum vef sjóðsins. 

Í september verður opnað fyrir umsóknir á nýjan vegvísi og verður sá umsóknarfrestur auglýstur síðar. 

Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum.

Nánari upplýsingar á vef Innviðasjóðs 

  Tímalína fyrir tillögur og umsóknir á nýjan vegvísi um rannsóknainnviði
06.08.2024 Opnað fyrir tillögur á nýjan vegvísi
12.09.2024 Frestur til að senda inn tillögur á nýjan vegvísi rennur út
September 2024
(vika 38)
Opnað fyrir umsóknir á nýjan vegvísi og almennar umsóknir í Innviðasjóð
31.10.2024 Umsóknarfrestur til að senda umsóknir til Innviðsjóðs rennur út
Janúar 2025 Úthlutun úr Innviðasjóði tilkynnt








Þetta vefsvæði byggir á Eplica