Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Tónlistarsjóð

19.9.2020

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Tónlistarsjóð til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2021. Umsóknarfrestur er 2. nóvember kl. 16:00.

 Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. 

Hafi umsækjandi áður fengið styrk úr Tónlistarsjóði þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis til að ný umsókn komi til greina. 

Aðgangur að umsóknarkerfi Rannís ásamt skilyrðum og reglum er að finna á vefsíðu sjóðsins. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.

Umsóknarfrestur er 2. nóvember 2020 kl. 16:00.

Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir settan umsóknarfrest.

Svör til umsækjenda berast í janúar 2021.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica