Opnað fyrir þátttöku í 40 ný COST verkefni

28.5.2021

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp alþjóðleg samstarfsnet rannsókna og nýsköpunar á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

COST greiðir fyrir kostnað þátttakenda vegna ferða og ráðstefnuhalds í þessum verkefnum en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf. COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni í Rannsóknaáætlun ESB.

Ísland getur tilnefnt tvo aðalmenn og fjóra varamenn í hvert verkefni. Þátttaka í COST verkefni er opin öllum vísindamönnum sem hafa sérþekkingu á því sviði sem verkefnið fjallar um, hvort sem er að ræða doktorsnema eða reyndari vísindamenn úr bæði háskólum og einkageira. Óski menn eftir tilnefningu skal senda umsókn til Rannís (nánari upplýsingar um umsóknarferlið).

Samþykkt COST verkefni 2021 (pdf)

Upplýsingar um COST hjá Rannís

Vefsíða COST 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica