Opið samráð um æskulýðsstefnu Evrópusambandsins

9.5.2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um æskulýðsstefnu Evrópusambandsins. Samráðið er opið öllum en ungt fólk og aðrir hagsmunaaðilar eru sérstaklega hvött til þátttöku.

  • Ung manneskja að fagna, heldur á bók. Texti: Engage, Connect, Empower EU Youth Strategy

Æskulýðsstefna Evrópusambandsins 2019-2027 hefur það að markmiði að stuðla að lýðræðislegri þátttöku ungs fólks í samfélaginu og styðja við félagslega og borgaralega þátttöku þess. Tímabil stefnunnar er nú hálfnað og býður því Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins almenningi upp á að taka þátt í áfangaúttekt stefnunnar. Þetta er liður í mati á árangri á framkvæmd stefnunnar á fyrri hluta tímabilsins. Þátttaka almennings er mikilvægur liður í áfangaúttektinni svo hægt sé að safna saman gagnreyndum og mælanlegum niðurstöðum á árangrinum hingað til.

Það er einfalt að taka þátt í samráðinu en þátttakan felst fyrst og fremst í að svara nokkrum einföldum krossaspurningum. Opið er fyrir samráðið til 2. ágúst 2023 og hvetjum við ungt fólk, sem og öll sem vinna með málaflokkinn eða hafa skoðanir á honum að taka þátt.

Slóð að opna samráðinu

Nánar um æskulýðsstefnu Evrópusambandsins 2019-2027









Þetta vefsvæði byggir á Eplica