Opnað fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt

4.3.2022

Opnað hefur verið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna sem staðfest voru 2021. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2022.  

Opnað hefur verið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt fyrir rannsókna- og þróunarverkefni sem hlutu staðfestingu Rannís á árinu 2021. Fyrir rekstrarárin 2020 og 2021 komu til sérstök bráðbirgðaákvæði í lögum nr. 152/2009, sem voru hluti af auknum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki vegna Covid-19 sem Alþingi samþykkti í maí 2020. Samkvæmt þessum ákvæðum nam skattfrádrátturinn 35% af styrkhæfum kostnaði að hámarki 1.100 m.kr. í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja. Hámark skattafrádráttar gat því orðið allt að 385.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 275.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum á gjaldárunum 2021 og 2022 (vegna rekstraráranna 2020 og 2021) .

Þrátt fyrir ákvæði í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að „Tímabundin hækkun endurgreiðsluhlutfalls vegna kostnaðar sem fellur til við rannsóknir og þróun verði gerð varanleg“ , hefur ekki unnist tími til, fyrir þennan umsóknarfrest, að framlengja framangreind bráðabirgðaákvæði, þannig að þau séu núna í gildi fyrir rekstarárið 2022 (gjaldárið 2023). Þau verkefni sem hljóta staðfestingu í þessari umsóknalotu, verða því að óbreyttu, meðhöndluð í samræmi við fyrri útgáfu laganna. Þetta felur í sér að á rekstrarárinu 2022 (til greiðslu á gjaldárinu 2023) er endurgreiðsluhlutfallið aftur orðið 20% óháð stærð fyrirtækjanna og þak á kostnað er 600m.kr. eða 900 m.kr.  ef um samstarfsverkefni er að ræða. Skattfrádráttur vegna rannsókna- og þróunarverkefna getur þannig að hámarki orðið 120 milljónir króna pr. fyrirtæki (fyrirtækjasamstæðu) á rekstrarárinu 2022 (til greiðslu á gjaldárinu 2023) eða 180 milljónir króna ef um samstarfsverkefni er að ræða.

Sjá nánar á síðu skattfrádráttar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica