Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð
Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður. Umsóknarfrestur rennur út þann 16. september 2024, kl. 15:00.
Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla og hefur það að markmiði að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar og er Sprettur öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
Markaður er markaðsstyrkur til fyrirtækja sem skiptist í tvo ólíka flokka: Markaðsþróun og Markaðssókn. Þessum flokkum er ætlað að styðja við fyrirtæki á mismunandi stigum í undirbúningi afurðar á markað.
Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.
Umsóknarfrestur er 16. september 2024, kl. 15:00.
Nánari upplýsingar á síðu Tækniþróunarsjóðs
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur sjóðsins:
Reglur Tækniþróunarsjóðs haustið 2024
Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð
Þriðjudaginn 27. ágúst verður haldinn kynningarfundur kl. 8.30-10 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð.