Opið fyrir umsóknir í Loftslagssjóð

29.11.2019

Loftslagssjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2020.

  • Mynd-vef

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum.

Boðið er upp á tvær styrktegundir og eru styrkirnir veittir til eins árs:

  • Styrkir til kynningar og fræðslu um loftslagsmál.
  • Styrkir til nýsköpunarverkefna, ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tenglum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. 

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þann 30. janúar 2020.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út. 

Sækja um í Loftslagssjóð









Þetta vefsvæði byggir á Eplica