Framlengdur umsóknarfrestur í Jules Verne, vísinda- og tæknisamstarf Íslands og Frakklands
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamningsins. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 1. október 2023.
Tilgangurinn með þessu tvíhliða samstarfi milli Íslands og Frakklands er að virkja vísinda- og tæknisamstarf milli stofnana, skóla og rannsóknahópa í báðum löndunum og auðvelda samstarf við önnur slík samstarfsverkefni í Evrópu.
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2023.
Veittir eru styrkir að upphæð 650.000 kr. sem ætlaðir eru til að greiða ferða- og dvalarkostnað vísindamanna vegna gagnkvæmra heimsókna.
Áherslur á ákveðin fræðasvið eru kynntar hverju sinni. Rannsóknastofnanir og rannsóknahópar á háskólastigi geta sótt um. Virk þátttaka ungra vísindamanna, þ.e. doktorsnema eða þeirra sem nýlega hafa lokið doktorsnámi er eitt af þeim skilyrðum sem verkefnin þurfa að uppfylla til að hljóta styrk.
Stofnanir sem eiga í samstarfi er gert að leggja inn hver fyrir sig umsókn til þeirra aðila sem hafa yfirumsjón í hvoru landi fyrir sig. Aðeins koma til greina umsóknir sem eru lagðar fram af báðum aðilum.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er hægt að nálgast á síðu sjóðsins.
Umsjón með Jules Verne hjá Rannís hefur Elísabet M. Andrésdóttir, netfang: elisabet.andresdottir@rannis.is, sími 515 5809