Opið fyrir skráningu á Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga 22.-24. september 2020

8.9.2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Evrópska rannsókna- og nýsköpunardaga 2020, en yfirskrift þeirra er Mótum framtíðina saman. Að þessu sinni verður viðburðurinn haldinn á netinu dagana 22.-24. september 2020.

Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar (European Research and Innovation Days) eru nú haldnir í annað sinn. Vegna covid verður ráðstefnan nú haldin á netinu, og því eiga fleiri þess kost að taka þátt. 

Markmiðið með viðburðinum er að stefnumótendur, vísindamenn, frumkvöðlar og almenningur komi saman til að ræða og móta framtíð rannsókna og nýsköpunar í Evrópu og víðar. 

Í ár verður viðburðurinn á netinu en nauðsynlegt er að skrá þátttöku:

Skráning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica