Opið fyrir köll í nýsköpunarsjóð framkvæmdastjórnar ESB
Kynningarfundir verða haldnir 30. nóvember og 7. desember
Nýsköpunarsjóður ESB (EU Innovation Fund), sem er fjármagnaður af kolefnisskatti Evrópusambandsins (ETS), opnar fyrir umsóknir 23. nóvember.
Fréttatilkynning Nýsköpunarsjóðs ESB
Það eru þrír flokkar umsókna sem opna á sama tíma:
- Verkefni upp í tíu milljónir evra.
- Verkefni frá tíu til 100 milljónir evra.
- Stór verkefni yfir 100 milljónir evra.
Í heildina verður fjármagn í þessa flokka allt að fjórum milljörðum evra.
Þá verður einnig boðið til uppboðs á vegum Vetnisbanka ESB (EU Hydrogen Bank)
allt að 800 m evra.
Fréttatilkynning Vetnisbanka ESB
Í tengslum við þessi nýju köll verða haldnar tvær kynningar*
- 30. nóvember kl. 09:00 GMT (10:00 CET): Kynning á uppboðsleiðinni.
- ATH: Skráning á kynningu lokar 29.nóv.
- 7. desember kl. 09:00 GMT (10:00 CET): Kynning á köllunum.
- ATH: Skráningu á kynningu lokar 5. des.
Kynningarnar fara fram á ensku í streymi.
Við bendum áhugasömum að skrá sig á kynningarfundina.