Opið fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð
Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Hagnýt rannsóknarverkefni, Sproti, Vöxtur og Markaður.
Umsóknarfrestur er 15. mars 2023, kl. 15:00.
- Hagnýt rannsóknarverkefni er ætlaður til að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu.
- Sproti er styður við þróunarverkefni á frumstigi og er fyrir fyrirtæki 5 ára og yngri
- Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar og er Sprettur öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
- Markaður er ætlaður er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verja að lágmarki 10% af veltu sinni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.
Nánari upplýsingar um styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs
Umsóknarfrestur er 15. mars 2023, kl. 15:00.
Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.
Nánari upplýsingar á síðu Tækniþróunarsjóðs
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur sjóðsins: Reglur Tækniþróunarsjóðs
Tækniþróunarsjóður verður með viðveru í Grósku alla föstudaga (frá og með 10. febrúar) fram að umsóknarfresti og í mars bætast við miðvikudagar eftir hádegi (15. mars er seinasti dagurinn).