Öndvegissetur og rannsóknaklasar undir smásjánni: áhrifamat á markáætlun 2009-2016

13.5.2024

Áhrifamat um markáætlun öndvegissetra og rannsóknaklasa var kynnt á Rannsóknaþingi sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica þann 18. apríl 2024. 

  • _90A3406

Halla Þorsteinsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Toronto, Kanada og forstjóri ráðgjafarfyrirrækisins Small Globe, framkvæmdi áhrifamatið og niðurstöður hennar má finna í skýrslunni Impact Analysis: Strategic Initiative on Centres of Excellence and Clusters.

Verkefnin sem styrkt voru í markáætlun öndvegissetra og rannsóknaklasa árin 2009-2016 voru eftifarandi:

Edda: Edda er stofnun við Háskóla Íslands sem þjónar sem vettvangur fyrir þverfaglegar gagnrýnar samtímarannsóknir á (ó)jafnrétti og fjölbreytileika; samfélagsleg og pólitísk rof; velferðarríkinu; og öryggi og þróun.

GEORG: GEORG er sjálfstæð stofnun í tengslum við Háskóla Íslands og er sjálfbær samstarfs- vettvangur sem brúar bilið á milli rannsókna á jarðhita og notkunar hans.

Vitvélastofnun Íslands: Vitvélastofnun Íslands er sjálfstæð stofnun í tengslum við HR og brúar bilið á milli akademískra rannsókna á gervigreind, vélrænu námi, og hermun og nýtingu þessarar tækni í fyrirtækjum og stofnunum.

Í skýrslunni kemur fram að setrin efldu vísinda- og tæknirannsóknir, hvöttu til árangursríkrar samvinnu erlendra og innlendra aðila, leiddu til verðmætasköpunar og fjárfestingar í rannsóknum og nýsköpun, og höfðu áhrif á samfélagslega umræðu á sínum áherslusviðum. Í skýrslunni koma einnig fram tillögur til stjórnvalda um mögulegar útfærslur ef slík markáætlun væri endurtekin, í ljósi niðurstaðna.

Skýrslan í heild









Þetta vefsvæði byggir á Eplica