Nýtt ráðstefnurit um Vísindaviku norðurslóða

5.5.2021

Út er komið ráðstefnurit vegna Vísindaviku norðurslóða sem haldin var dagana 27. mars til 2. apríl, 2020. Ráðstefnuritið er gefið út í samvinnu við Rannís – Rannsóknamiðstöð Íslands, Alþjóðlegu Norðurskautsvísindanefndina (IASC) og Rannsóknaþing Norðursins við Háskólann á Akureyri. Skoða og sækja ráðstefnuritið

Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (International Arctic Science Committee, IASC) hefur forgöngu um að Vísindavika norðurslóða er haldin á hverju ári i samstarfi við gestgjafa hvers lands hverju sinni. Markmið Vísindavikunnar er að skapa tækifæri fyrir alþjóðlega samvinnu og samstarf á öllum sviðum norðurslóðarannsókna.

Norðurslóðir eru eitt af þeim svæðum í heiminum þar sem örastar breytingar eru á umhverfi og samfélögum. Hlýnun loftslags, er hraðari þar en annars staðar í heiminum, sem stuðlar að aukinni bráðnun jökla, hafíss og sífrera og breytinga á sjávarstöðu. Þessar breytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á líf alls almennings á þessum svæðum og munu hafa meiri áhrif á lífsgæði fólks á norðurslóðum í framtíðinni. Afkoma íbúa norðurslóða er nátengd umhverfisbreytingum ekki síst þeim sem verða í hafinu. Samfélög frumbyggja á norðurslóðum eru viðkvæmari en önnur fyrir þessum breytingum og þess vegna þarf að taka sérstakt tillit til þessara samfélaga með aðgerðum sem stuðlað geta að eflingu þeirra.

Þessi brýnu mál og fleiri voru í brennidepli á Vísindaviku norðurslóða (Arctic Science Summit Week, ASSW 2020) sem haldin var á netinu dagana 27. mars til 2. apríl 2020. Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís og Háskólinn á Akureyri skipulögðu vísindavikuna í nánu samstarfi við ráðuneyti menntamála, umhverfis og utanríkis- og Akureyrarbæ.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica