Doktorsnám á haustþingi Rannís

23.11.2005

Rannís efnir til haustþings föstudaginn 25. nóvember kl. 8:30 á Hótel Loftleiðum. Viðfangsefni þingsins er doktorsnám á Íslandi.

Rannís hyggst með haustþingi sínu stuðla að umræðu um markmið og forsendur doktorsnáms á Íslandi. Leitað verður svara við ýmsum spurningum, svo sem:

  • Mun hið fámenna íslenska háskólasamfélag geta axlað þetta hlutverk og menntað íslenska vísindamenn framtíðarinnar?
  • Munu heimamenntaðir frumkvöðlar íslenskra vísinda, tækni og nýsköpunar öðlast þá hæfni sem þarf til þess að halda okkur í fararbroddi á mikilvægum sviðum?
  • Hvernig má tryggja að íslensk doktorsmenntun verði ekki annars flokks í alþjóðlegum samanburði?
  •  Hver er þörf þjóðfélags og atvinnulífs fyrir doktorsmenntaða einstaklinga.
  • Hvers getum við vænst af manni með doktorsgráðu? 
  • Hver er hagur ríkisins að fjárfesta í slíkri menntun?

    sjá dagskrá þingsins.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica