Úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2013

16.1.2013

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2013. Úthlutað var um 416 milljónum króna. Hér á eftir fer yfirlit yfir skiptingu fjár á milli styrktegunda. Frekari greining verður birt á heimasíðu Rannís innan skamms.

Alls bárust 236 umsóknir í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 65 þeirra styrktar eða 27,5% umsókna. Sótt var um tæplega 1,7 milljarða króna en um 416 milljónum króna veitt eða 25,0% umbeðinnar upphæðar. Meðalupphæð umsókna var um 7,1 milljónir króna en meðalupphæð styrkja er rúmlega 6,4 milljónir króna.

Öndvegisstyrkir

Alls bárust 17 umsóknir um öndvegisstyrki og voru tvær styrktar eða 11,8% umsókna. Sótt var um tæplega 409 milljónir króna en um 40,9 milljónum króna veitt eða 10,0% af umbeðinni upphæð. Hlutfall öndvegisstyrkja af úthlutun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2013 er 9,8% af úthlutaðri upphæð.

START rannsóknastöðustyrkir

Alls bárust 45 umsóknir um START rannsóknastöðustyrki og voru 11 þeirra styrktar eða 24,4% umsókna. Sótt var um 234 milljónir króna en rúmum 58 milljónum króna veitt eða 24,8% af umbeðinni upphæð. Hlutfall START rannsóknastöðustyrkja af úthlutun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2013 er 13,9% af úthlutaðri upphæð. START rannsóknastöðustyrkir eru samfjármagnaðir af Rannsóknasjóði og mannauðsáætlun 7. rannsóknaráætlunar ESB (Marie Curie).

Verkefnastyrkir

Alls bárust 174 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 52 styrktar eða 29,9% umsókna. Sótt var um rúmlega 1 milljarð króna en rösklega 317 milljónum króna veitt eða 31,0% af umbeðinni upphæð. Hlutfall verkefnisstyrkja af úthlutun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2013 er 76,2% af úthlutaðri upphæð.

Úthlutun ársins 2013 (pdf skjal)

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica