Norrænt rannsóknarverkefni á sviði heilbrigðismála vegna Covid-19

19.5.2020

NordForsk auglýsir eftir umsóknum um samstarfsverkefni á sviði heilbrigðismála vegna Covid-19. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk.

Heimsfaraldur COVID-19 sem nú gengur yfir kallar á að þegar verði hafist handa við að afla þekkingar á SARS-CoV-2 veirusýkingunni og hvernig veiran getur leitt til alvarlegra fylgikvilla hjá smituðum einstaklingum og jafnvel dauða.

Alþjóðlegar rannsóknir á COVID-19 eru nú hafnar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og í Evrópusamstarfi (ESB; Wellcome) með það að markmiði að afla nýrrar þekkingar með klínískum rannsóknum og veita opinn aðgang að rannsóknargögnum.

Í ljósi þess hafa Norðurlöndin ásamt Eistlandi og Lettlandi ákveðið að hefja samstarf um rannsóknir á heilsufarsupplýsingum sem tengjast COVID-19 undir yfirskriftinni „Nordic Health Data Research Projects on COVID-19“. 

Um er að ræða samvinnuverkefni sænska rannsóknaráðsins, Akademíu Finnlands, Nýsköpunarsjóðs Danmerkur, Rannsóknaráðs Noregs, Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS), Eistneska rannsóknaráðsins, Lettneska ráðuneytisins fyrir menntun og vísindi og NordForsk.

Umsóknarfrestur er til 16. júní 2020.

SÆKJA UM 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica