NordForsk auglýsir væntanlegt kall um fjandsamlegar ógnir sem ögra samfélagsöryggi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna
Fjandsamlegar ógnir og blandaðar árásar er ofarlega á baugi á Norðurlöndum og Eystrasaltssvæðinu.
NordForsk hefur því ákveðið að setja af stað kall sem leggur áherslu á að fjármagna rannsóknir sem stuðla að aukinni þekkingu á fjandsamlegum ógnum og samfélagsöryggi.
Kallið er samstarfsverkefni Nordforsk, Sænsku almannavarnastofnunarinnar (The Swedish Civil Contingencies Agency), Rannsóknarráðs Noregs (Research Council of Norway), Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannis), Rannsóknarráðs Eistlands (The Research Council of Estonia), Rannsóknarráðs Litháens (Research Council of Lithuania).