NordForsk auglýsir eftir umsóknum

28.2.2022

Auglýst er eftir umsóknum í áætlunina Sjálfbær landbúnaður og loftslagsbreytingar. Heildarfjármagn til úthlutunar er alls 63,5 milljónir norskra króna og hámarksfjárhæð styrks sem hægt er að sækja um eru 10 milljónir norskra króna. Umsóknarfrestur er 19. maí nk.

Markmið áætlunarinnar um sjálfbæran landbúnað og loftslagsbreytingar er að stuðla að samvinnu þekkingarsamfélaga í þátttökulöndunum og efla tækifæri og takast á við áskoranir sem tengjast sjálfbærum landbúnaði. Meginmarkmið áætlunarinnar eru að efla rannsóknarsamstarf þátttökulandanna og fjármagna framúrskarandi rannsóknir sem hafa áhrif bæði innan og utan fræðasviðs. Með áætluninni er leitast við að þróa rannsóknarnet á svæðinu til að framleiða nýstárlegar greiningar og aðferðir, auk nauðsynlegrar þekkingar fyrir árangursríka framkvæmd.

Tilgreind hafa verið fjögur þemu áætlunarinnar:

  • Plöntur aðlagaðar að aðstæðum sem verða í norrænum- og Eystrasaltsríkjum (Plants adapted for future Nordic and Baltic conditions) 
  • Aukin staðbundin og svæðisbundin próteinframleiðsla fyrir matvæli og fóður (Increased local and regional protein production for food and feed) 
  • Plöntur og jarðvegur til kolefnisjöfnunar (Plants and soil as a carbon sink) 
  • Umbreyting í átt að loftslagssnjöllum og arðbærum staðbundnum og svæðisbundnum landbúnaði (Transformation towards climate-smart and profitable local and regional agriculture)

Leitast er við að auka samstarf á milli rannsóknasviða innan ólíkra þema. Allar umsóknir verða að ná til til tveggja eða fleiri þema. Nánar er fjallað um aðdraganda og umgjörð áætlunarinnar í vinnuáætlun og er umsækjendum bent á að kynna sér hana vel. 

Nánari upplýsingar og vinnuáætlun









Þetta vefsvæði byggir á Eplica