Níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan
Vakin er athygli á því að níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin á Akureyri, 14. - 16. október 2024. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum.
Níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í á Akureyri dagana 14. - 16. október 2024.
Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum og mun meðal annars fjalla um þróun samfélaga og þekkingarkerfa á Norðurslóðum, stöðu alþjóðasamstarfs á norðurslóðum, samvinnu Kína og Norðurlanda og vistkerfi á Norðurslóðum.
Fyrir áhugasama er bent á að frestur til að senda inn ágrip að erindi fyrir ráðstefnuna er til og með 15. ágúst 2024.
Ágrip skal senda á netfangið: cnarc@unak.is Frekari upplýsingar veita Tom Barry hjá Háskólanum á Akureyri, tom@unak.is og Sandy Shan hjá Heimskautastofnun Kína, cnarc@pric.org.cn.