Námskeið um ungmennaskipti fyrir íþróttafélög og aðrar stofnanir

29.8.2023

Námskeiðið er um ungmennaskipti í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar og er fyrir íþróttafélög, íþróttahreyfingar, íþróttasamtök. Námskeiðið fer fram þann 12. september næstkomandi.

Ungmennaskipti eru verkefni þar sem hópar ungs fólks á aldrinum 13-30 ára frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast. Ungt fólk kynnist lífi og menningu jafningja þeirra í verkefnum sem byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám. Þetta námskeið er sérstaklega hugsað fyrir íþróttafélög sem vilja vinna með hópefli og liðsandann innan sinnar hreyfingar án þess að vera með áherslu á æfinga- eða keppnisferð Þessi verkefni eru eins og stækkaða útgáfan af því að vera með "pizzukvöld" eða sambærilega hittinga hjá hópnum.

Ferðakostnaður, gisting og uppihald er styrkt af áætluninni. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 16 samtals (t.d. 8 frá Íslandi og 8 frá öðru landi) en hámarksfjöldinn er 60 þátttakendur. Ungmennaskiptin geta staðið yfir í 5-21 dag fyrir utan ferðadaga.

Námskeiðið fer fram 12. september 2023.

Námskeiðinu stýrir Jo Clayes sem hefur áratugalanga reynslu af því að kenna fólki að búa til ungmennaskiptaverkefni. Námskeiðið verður haldið á Reykjavík Hótel Natura (gamla Loftleiðir) frá kl. 9-17 og boðið verður upp á hádegismat á meðan á námskeiðinu stendur.

Námskeiðið er frítt fyrir þátttakendur en skráningarfrestur er út föstudaginn 1. september næstkomandi.

Skráning á námskeið 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica