Metfjöldi umsókna vegna átaksverkefnis ríkisstjórnar í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19

11.5.2020

Metfjöldi umsókna bárust Rannís föstudag 8. maí, en þá rann út umsóknarfrestur í átaksverkefni ríkisstjórnarinnar í Tónlistarsjóð, Nýsköpunarsjóð námsmanna og Atvinnuleikhópa.

Alls bárust Rannís 1.724 umsóknir í þessa sjóði.  Á tímabili voru rúmlega 1.000 umsækjendur innskráðir í umsóknarkerfið í einu, sem einnig er metfjöldi. Alls bárust 991 umsókn í Nýsköpunarsjóð námsmanna , 541 umsókn í Tónlistarsjóðinn og 192 umsóknir í átaksverkefni Atvinnuleikhópa

Matsnefndir hafa þegar hafist handa og vonast er til að mat á umsóknum gangi hratt fyrir sig þannig hægt verði að svara umsækjendum í byrjun júní.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica