Matís og samstarfsaðilar tryggja sér 2,5 milljarða króna í styrki úr Horizon Europe-rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB
Um er að ræða þrjú alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem Matís kemur að og er hluti Matís um 310 milljónir króna.
Öll verkefnin snúa að því að auka sjálfbærni í fiskveiðum og fiskeldi. Einnig að draga úr umhverfisáhrifum, og gera greinarnar betur reiðubúnar til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga, sem og aukinna krafna um að fyrirtæki sýni fram á að sjálfbærnimarkmið séu höfð að leiðarljósi í rekstri.
Verkefnin eru MarineGuardian, MeCCAM og OCCAM sem er jafnframt systurverkefni MeCCam.
Nánari upplýsingar um verkefnin er að finna í fréttatilkynningu MATÍS.
Mikil samkeppni er um að fá slík verkefni fjármögnuð og ljóst að aðeins allra bestu verkefnin ná því að vera útvalin til fjármögnunar.
Rannís er umsýsluaðili Horizon Europe á Íslandi og starfsfólk sinnir starfi landstengiliða fyrir einstakar undiráætlanir. Hlutverk landstengiliða er meðal annars að veita umsækjendum almennar upplýsingar um Horizon Europe og aðstoða við ýmislegt sem lýtur að undirbúningi umsókna í áætlunina.