Málstofa um frumkvöðla- og nýsköpunarmennt

20.9.2017

Rannís býður til opinnar málstofu um frumkvöðla- og nýsköpunarmennt, mánudaginn 9. október kl. 13:00-17:00, í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð. 

Þrír eistneskir sérfræðingar kynna hvernig staðið er að frumkvöðla- og nýsköpunarkennslu þar í landi og farið verður yfir sviðið hérlendis. Að lokum verður efnt til samræðna um hvað þjóðirnar tvær geta lært hvor af annarri.

Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís.

Hægt verður að fylgjast með málstofunni í gegnum fjarfundabúnað. Óskir um slíkt þurfa að berast Dóru Stefánsdóttur í síðasta lagi um hádegi föstudaginn 6. október.

Umræðurnar fara fram á ensku. 

Skráningu á þátttöku hefur verið lokað

Dagskrá

13:00 Ávarp – Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís
13:15

Hlutverk Rannís í nýsköpun og frumkvöðlastarfi

13:40

Stefnumörkun í frumkvöðlakennslu – reynsla frá Eistlandi

  • Kersti Loor, verkefnisstjóri hjá Junior Achievement, sérhæfir sig í stofnun fyrirtækja námsmanna og sinnir öðrum frumkvöðlaverkefnum, sérstaklega á sviði starfsmenntunar.
    Sækja kynningu
  • Jane Mägi hjá Kuressaare, stýrir viðskiptadeild starfsmenntaskóla og kennir frumkvöðlamennt.
  • Katrin Kivisild hjá Foundation Innove, stýrir verkefni um frumkvöðlakennslu og er sjálf frumkvöðull.
    Sækja kynningu
14:15 Frumkvöðlakennsla á háskólastigi 
14:30 Kaffihlé
15:00 Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í grunn- og framhaldsskólum
15:15

Nýsköpun og frumkvöðlastarf utan skóla

15:30 Samtal: Hvað getum við lært hvert af öðru?
17:00 Samantekt
  • Dóra Stefánsdóttir, sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís








Þetta vefsvæði byggir á Eplica