Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð, skatthvata og Enterprise Europe Network
Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi þriðjudaginn 28. janúar kl. 9:00-10:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð.
Dagskrá:
- Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Rannís: kynning á styrkjaflokkum og kerfi Tækniþróunarsjóðs
- Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís: skattfrádráttur vegna rannsókna - og þróunarverkefna
- Brynja Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís: Leit að samstarfsaðilum – þjónusta Enterprise Europe Network
- Hinrik Jósafatsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer, segir reynslusögu af umsóknarferlinu.
Boðið verður upp á léttan morgunverð.
Vakin er athygli á því að fundinum er ekki streymt.