Kynningarfundur um félags- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins

4.12.2024

Rannís, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til opins kynningarfundar um félags- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins. Áætlunin styrkir fjölbreytt verkefni á sviði vinnumarkaðsmála og félagslegrar nýsköpunar.

  • Kynningarfundur-EaSI-7.jan-2025

Kynningarfundurinn fer fram þriðjudaginn 7. janúar kl.15.00-16.30 í sal Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, 6. hæð

Áætlunin fjármagnar stefnumótandi verkefni á fjórum lykilsviðum:

  • atvinnu og hæfni
  • vinnumarkaði og hreyfanleika vinnuafls
  • félagslegri vernd og virkri aðlögun
  • vinnuaðstæður

Áætlunin er opin öllum sveitarfélögum, hagaðilum vinnumarkaðarins, stofnunum, fyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum, ýmsum opinberum aðilum og háskólum.

Dagskrá*

  • Kveðja frá Brussel
    • Gunnhildur Gunnarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins í sendiráðinu í Brussel
  • Hvað gerir félagsmálasjóður Evrópusambandsins? 
    • Andrés Pétursson, sérfræðingur hjá Rannís
  • Hvernig gekk að sækja um í ,,Employment and Social Innovation (EaSI) áætlun ESB?
    •  Soffía Erla Einarsdóttir, Signý Jóna Hreinsdóttir og Hlynur Jónasson, verkefnastjórar hjá geðsviði Landsspítalans
  • Góð almenn ráð varðandi umsóknir til Evrópusambandsins. 
    • Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri mennta og menningarsviðs Rannís
  • Lokaorð
    • Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

*Birt með fyrirvara um breytingar

Hægt er að lesa nánar um þessa áætlun hér.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.

Fyrir þau sem ekki eiga heimangengt á fundinn verður hægt að fylgjast með rafrænt á TEAMS.

Vinsamlegast látið vita á skráningarblaðinu ef þið ætlið að fylgjast rafrænt með fundinum.

Skráning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica