Íslenskukennsla fyrir útlendinga

19.10.2022

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem er ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er 1. desember 2022.

Umsækjendur skulu vera viðurkenndir framhaldsfræðsluaðilar eða hafa undirritaðan samning við viðurkenndan framhaldsfræðsluaðila, um ábyrgð á kennslunni. 

Upphæð sjóðsins er samþykkt af Alþingi í fjárlögum fyrir árið 2023. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á vef sjóðsins.

Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi eigi síðar en 1. desember 2022 kl. 15:00.

Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, islenskukennsla.utlendinga@rannis.is

Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá, tækifæri á að öðlast nauðsynlega færni í íslensku til að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica