Innviðasjóður auglýsir eftir verkefnum fyrir vegvísi um rannsóknarinnviði
Stjórn Innviðasjóðs auglýsir eftir tillögum að verkefnum fyrir vegvísi um uppbyggingu á rannsóknarinnviðum. Meginmarkmið vegvísisins er að efla aðgang vísindasamfélagsins að hágæða rannsóknarinnviðum og stuðla þannig að framúrskarandi árangri í rannsóknum.
Tillögur að innviðaverkefnum fyrir vegvísinn
Í fyrsta skrefi umsóknarferlisins er væntanlegum umsækjendum boðið að senda inn tillögur að innviðaverkefnum fyrir vegvísinn, ásamt stuttri verkefnislýsingu, fyrir 10. júní 2020. Ekki er gerð krafa um að umsækjendur sendi fyrst inn tillögur, en þær tillögur sem berast geta haft áhrif á mótun vegvísisins og umsækjendur þannig haft áhrif á ferlið með því að taka þátt.
Tillögurnar skulu unnar á sérstakt eyðublað og vera að hámarki 3 blaðsíður. Þær verða birtar á vef Rannís með það fyrir augum að umsækjendur geti leitað tækifæra til að auka samstarf sín á milli í umsóknarvinnunni.
- Frekari upplýsingar um vegvísinn má finna á vefsíðu sjóðsins.
Upplýsingafundur
verður haldinn sem fjarfundur fimmtudaginn 7. maí kl. 14. Þar verður ferlið við mótun vegvísis kynnt og eru umsækjendur hvattir til þess að tengjast fjarfundinum, varpa fram spurningum og taka þátt í samtali um að móta fyrsta íslenska vegvísinn um rannsóknarinnviði.
Verkefni sem komast á vegvísinn munu hafa forgang við úthlutun styrkja úr sjóðnum á styrkárinu 2021.
Umsóknarfrestur fyrir ítarlegar umsóknir
Frestur til að skila ítarlegum umsóknum um verkefni á vegvísi er 1. október 2020 og verður nánar auglýstur síðar.
Mikilvægar dagsetningar:
- Upplýsingafundur verður haldinn sem fjarfundur fimmtudag 7. maí kl. 14-16
- Tillögum um innviði á vegvísi um rannsóknarinnviði skal skila fyrir 10. júní kl. 16 - umsóknarkerfið verður opnað fljótlega í maí en eyðublaðið er aðgengilegt á vefnum
- Umsóknarfrestur til að skila ítarlegum umsóknum er 1. október kl. 16 - umsóknarkerfið verður opnað í ágúst
- Umsóknarfrestur til að skila almennum umsóknum í Innviðasjóð (ekki tengdum vegvísi) er 20. maí