Framlengdur umsóknafrestur í Innviðasjóð
Stjórn Innviðasjóðs hefur samþykkt að færa umsóknarfrest í sjóðinn til föstudagsins 23. apríl kl. 15:00.
Innviðasjóði barst beiðni um aukinn frest til að skila inn umsóknum í Innviðasjóð, vegna anna sumra vísindamanna í kringum eldgosið á Reykjanesskaga.
Stjórn sjóðsins hefur samþykkt að færa umsóknarfrestinn til
föstudagsins 23. apríl kl. 15:00, þ.e. seinka honum um 8 daga.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Innviðasjóðs