Hvernig á að skrifa árangursríkar umsóknir í Horizon Europe?

17.3.2021

Þann 24. mars nk. býður Framkvæmdastjórn ESB upp á opið námskeið á netinu í að skrifa árangursríkar umsóknir í Horizon Europe. 

Á námskeiðinu verður farið í helstu reglur, matsferli og önnur grundvallaratriði við skrif umsókna. Námskeiðinu verður streymt og stendur frá kl 9:00-15:15 (að íslenskum tíma). 

Skoða dagskrá námskeiðs

Þátttaka er ókeypis og stendur öllum áhugasömum umsækjendum til boða. 

Nauðsynlegt er að skrá sig:

Skráning á námskeið  

Þeir sem skrá sig á námskeiðið fá í kjölfarið sendan hlekk á viðburðinn.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica