Hvar leynast tækifæri fyrir ungt fólk að stunda nám og störf erlendis?
Euroguidance og Eurodesk á Íslandi bjóða upp á kynningu á tækifærum sem Rannís býður upp á, á vegum Landskrifstofu Erasmus+ , European Solidarity Corps og Nordplus .
Kynningin er aðallega hugsuð fyrir náms- og starfsráðgjafa, aðra ráðgjafa sem og starfsfólk, sem starfa með ungu fólki á aldrinum 14-30 ára.
Kynningin verður haldin tvisvar:
- 28. ágúst kl. 11:00 - 12:00
- 22. september kl. 13:30 - 14:30
Kynningin fer fram í fjarfundarbúnaði og því óháð staðsetningu.
Skráning er opin og hvetjum við áhugasama til að skrá sig.