Húsfyllir á fyrsta hádegisfundi EDIH-IS

13.3.2024

Góð mæting var á viðburðinn „Hvernig finn ég fjárfestana?“ sem haldinn var í Grósku í byrjun mars.

  • RAN01758-2
  • RAN01714-2
  • RAN01724-2
  • RAN01712-2
  • RAN01732-2
  • RAN01742-2
  • RAN01738-2
  • RAN01700-2

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), Rannís og Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi stóðu að dagskránni. Um var að ræða fyrsta viðburð mánaðarlegra hádegisfunda þar sem ólík málefni á sviði EDIH (European Digital Innovation Hub) verða tekin fyrir. Fundurinn bar yfirskriftina „Hvernig finn ég fjárfestana?“ og komu þar fram þrír reynsluboltar á sviði fjárfestinga, þau Ásthildur Otharsdóttir, fjárfestingarstjóri og eigandi hjá Frumtaki, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stofnandi og fjárfestir hjá Nordic Ignite og Davíð Símonarson framkvæmdastjóri og meðstofnandai Smitten.

Sigþrúður Guðnadóttir og Kolfinna Tómasdóttir sérfræðingar hjá Rannís og verkefnisstjórar hjá EDIH og EEN á Íslandi buðu gesti velkomna og kynntu starfsemi EDIH og EEN.

Því næst tóku reynsluboltarnir til máls. Ásthildur fór yfir fjárfestingaferlið á Ísland, bæði frá sjónarhorni fjárfestis og umsækjanda. Hún fjallaði um svokallaða vísisjóði og hvað ber að hafa í huga þegar leitað er eftir vísifjármagni. Ragnheiður var einnig með mjög gott innlegg út frá sjónarhorni fjárfesta. Það er fjárfesta í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum, svokölluðum englafjárfestingum. Hún útskýrði hvað englafjárfestingar eru, hvernig við finnum slíka fjárfesta, hvernig sé gott að nálgast þá og hverju englafjárfestar eru mest að spá í þegar þeir fjárfesta. Því næst kom Davíð á svið, en hann hefur töluverða reynslu af umsóknarferli og því að þurfa að leita eftir fjármagni. Hann hefur mikinn áhuga á mannlegum samskiptum og hegðun fólks. Honum hefur tekist að samtvinna sitt áhugamál við vinnuna sína og hefur náð þeim árangri að fá tvo milljarða til að þróa stefnumóta app.

Dagskráin endaði með líflegum umræðum og spurningum úr sal og það var augljóst að gestrum þótti frábært að fá innblástur og innsýn frá þessum þremur reynsluboltum. Við þökkum þeim kærlega fyrir flott erindi. Salurinn í Grósku var þéttsetinn og greinilegt að áhuginn er til staðar. Við þökkum fyrir þátttökuna og hlökkum til að sjá ykkur öll á næstu fræðsluerindum.

-----------------------------------

Miðstöð starfrænnar nýsköpunar eða EDIH-IS (European Digital Innovation Hub) er samstarfsvettvangur sem hefur það að markmiði að styðja við stafræna nýsköpun og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum og opinberum aðilum.

Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, varðandi tækifæri á alþjóðamarkaði gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. Öll þjónustan er gjaldfrjáls.

Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica