Skráning opin: Horizon Europe Cluster 4 Digital tengslaráðstefna

25.2.2025

Rafræn tengslaráðstefna sem veitir rannsakendum og nýsköpunaraðilum einstakt tækifæri til að finna alþjóðlega samstarfsaðila, kynna verkefnahugmyndir og byggja upp samstarfshópa.

  • Image_1740501363718

Rannsakendum og nýsköpunaraðilum á Íslandi gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í tengslaráðstefnu með Austurríki, Benelux löndum og Norðurlöndunum, miðvikudaginn 19. mars frá 12:00 til 14:00 (13:00 - 15:00 CET).

Ráðstefnan er á vegum Landsambands tengiliða í Austurríki (FFG), Danmörku (Menntamálaráðuneyti), Belgíu (Hub Brussels, NCP Flanders, NCP Wallonie), Finnlandi (Business Finland), Íslandi (Rannís), Lúxemborg (Luxinnovation), Hollandi (RVO), Noregi (Rannsóknarráð Noregs) og Svíþjóð (Vinnova).

Rannsakendur og nýsköpunaraðilar sem hyggjast sækja um næstu köll Horizon Europe, Cluster 4 „Digital, Industry & Space“, eru hvattir til að taka þátt, kynna verkefnahugmyndir eða stofnanir sínar og leita að samstarfsaðilum.

Skráning á viðburðinn

Þátttökuleiðir:

  • Lyfturæða: Þú kynnir þína stofnun eða verkefni (hámark 3 mínútur). Takmarkaður fjöldi kynninga í boði svo skráðu þig sem fyrst!
  • Áheyrandi eða í leit að samstarfsaðilum: Þar sem þú hlustar á kynningar annarra og stofnar til samskipta við mögulega samstarfsaðila

Umræður:

  • Aukin notkun gervigreindar (AI)
  • Edge Computing – úrvinnsla gagna á jaðartölvum og skynjurum
  • Nýsköpunarinnviðir – Gagnavinnsla, háafkasta tölvur og neðansjávarstrengir
  • Framleiðsla – stafrænar lausnir til að bæta framleiðsluferli
  • Ljósfræði og hálfleiðarar
  • Skammtafræði (Quantum) tækni
  • Vélmenni
  • Hugbúnaður og gervigreind – AI/genAI, hugbúnaðarverkfræði fyrir AI
  • Staðlar og nýting þekkingar
  • Sýndarheimar (Virtual Worlds)

Vefsíða tengslaráðstefnunar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica