Hljóðritasjóður - seinni úthlutun 2019
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur rann út 15. september sl.
Alls bárust 122 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er um metfjölda umsókna að ræða. Sótt var um styrki að upphæð 100.213.565 kr. Alls hafa 218 umsóknir borist í sjóðinn árið 2019.
Samþykkt var að veita samtals 16.300.000 kr. til 63 mismunandi hljóðritunarverkefna. Skiptast styrkveitingar þannig að 35 þeirra fara til ýmiss konar rokk, hip-hop- og poppverkefna, 22 styrkveitingar til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og 6 styrkveitingar til djass verkefna.
Stjórn Hljóðritasjóðs ráðstafaði því öllum þeim fjármunum sem sjóðurinn hafði til ráðstöfunar árið 2019. Ríflega helmingi af heildarupphæð ársins var ráðstafað á fyrri hluta ársins.
Samþykktar styrkupphæðir nú voru á bilinu 50.000 til 600.000 króna.
Næsti umsóknarfrestur er 16. mars 2020.
Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Gjaldgeng eru hljóðrit sem innihalda nýja íslenska tónlist, unnin eru og kostuð af íslenskum aðilum eða eru samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.
Listi yfir styrkt verkefni:*
Umsækjandi | Titill | Úthlutun |
Agnar Már Magnússon | Ísaspöng af andans hyl | 100.000 |
Alda Music ehf. | Benni Hemm Hemm - KAST | 400.000 |
Alda Music ehf. | Between Mountains Breiðskífa | 400.000 |
Alda Music ehf. | FM 24/7 | 250.000 |
Alda Music ehf. | Krummi - Breiðskífa | 500.000 |
Alda Music ehf. | RAVEN - EP | 300.000 |
Arnar Geir Ómarsson | Apparat Organ Quartet - 3. breiðskífa | 250.000 |
Arnþrúður Ingólfsdóttir | All of my doctors - Adda. | 250.000 |
Auðunn Lúthersson | AUÐUR | 500.000 |
Auður Gunnarsdóttir | Hvíslar mér hlynur | 200.000 |
Aulos ensemble | Prelude | 200.000 |
Árni Grétar Jóhannesson | Upptökur á nýrri Futuregrapher plötu | 100.000 |
Árni Heiðar Karlsson | Fold - Arni Karlsson Trio | 200.000 |
Ásgeir Óskarsson | Ásgeir Óskarsson #5 | 250.000 |
Ásþór Loki Rúnarsson | Meistaraverk | 250.000 |
Bjarni Biering Margeirsson | Sketches II | 150.000 |
Brynja Bjarnadóttir | Hljómplata | 150.000 |
Deep Jimi & the Zep Creams | DJ&tZC | 200.000 |
Drit ehf | 4-2 | 250.000 |
Einar Valur Scheving | Ný hljómplata Kvartetts Einars Scheving | 400.000 |
Ellen Rósalind Kristjánsdóttir | Aldrei of seint | 500.000 |
Fannar Ingi Friðþjófsson | Hipsumhaps | 300.000 |
Fljúgum áfram ehf | Skítamórall - hljóðversplata nr. 6 | 300.000 |
Friðrik Jóhann Róbertsson | Floni, breiðskífa 3 | 350.000 |
Gauti Þeyr Másson | Flökkusaga/Pínulítill risastór kall (vinnuh.) | 400.000 |
Guðrún Ýr Eyfj. Jóhannesdóttir | Önnur breiðskífa GDRN | 400.000 |
Hallgrímur Oddsson | Ljósbrotin við Myrká | 200.000 |
Helga Ragnarsdóttir | Ótal stjarna hröp | 200.000 |
Helgi Jónsson | Helgi Jóns - Sólóplata | 100.000 |
Hildur Kristín Stefánsdóttir | Hildur fyrsta breiðskífa | 400.000 |
Hrafnkell Pálmarsson | Nýju fötin keisarans - EP plata | 300.000 |
Högni Egilsson | Talitha Kum | 300.000 |
Inga Magnes Weisshappel | Hljómplata hljóða og listforma (Vinnuh.) | 100.000 |
Ingvi Rafn Björgvinsson | dirb | 100.000 |
Jóhann Örn Sigurjónsson | Dynfari - Myrkurs er þörf | 200.000 |
Jónas Ásgeir Ásgeirsson | Geisladiskur íslenskrar harmóníkutónlistar | 200.000 |
Karitas Harpa Davíðsdóttir | On The Verge | 250.000 |
Kór Langholtskirkju | Stabat Mater | 50.000 |
Kristján Hreinsson | Ítalska söngvabókin | 250.000 |
Ludvig Kári Forberg | Walkin´ | 200.000 |
Magnum opus ehf. | You Are Here | 400.000 |
Magnús Jóhann Ragnarsson | Hljómplata með Skúla Sverrissyni | 300.000 |
Margrét Kristín Sigurðardóttir | Fabúla EP plata | 400.000 |
Matthildur Guðrún Hafliðadóttir | Fyrsta plata Matthildar | 200.000 |
Myrra Rós Þrastardóttir | Some room to breathe in | 150.000 |
Nils Mikael Lind | Útvíkkaða píanóið | 100.000 |
Óskar Guðjónsson | Útgáfa á 2. hljómplötu Ife Tolentino | 300.000 |
Pétur Hallgrímsson | LHOOQ | 350.000 |
Rúnar Þórisson | Að vakta strauma í tíma og rúmi | 100.000 |
Sigmar Þór Matthíasson | Metaphor | 100.000 |
Sigurbjartur Sturla Atlason | Sturla Atlas EP | 250.000 |
Skúli Sverrisson | Sería III | 400.000 |
Stefanía Svavarsdóttir | Stefanía Svavars EP plata | 300.000 |
Stefán Elí Hauksson | Ný plata með Stefáni Elí | 250.000 |
Hjaltalín | Útgáfa fjórða breiðskífu | 600.000 |
Stephan Stephensen | Les Aventures de President Bongo | 300.000 |
Sædís Harpa Stefánsdóttir | Órói | 100.000 |
Söngsveitin Ægisif | Ljós og skuggi vega salt | 150.000 |
Tómas Ragnar Einarsson | Gangandi bassi | 300.000 |
Töfrahurð | Hljóðritanir til útgáfu: Afturgangan í Hörpu | 400.000 |
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir | Meira en moll og dúr - Hljómplata | 200.000 |
Þorsteinn Eggertsson | Ég á mér líf | 150.000 |
Þráinn Hjálmarsson | Immaterial / Fleeting | 100.000 |
Alls: | 16.300.000 |
*Birt með fyrirvara um villur