Hljóðritasjóður seinni úthlutun 2017
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2017.
Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru hljóðrit sem unnin eru og kostuð af íslenskum aðilum eða eru samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.
Umsóknarfrestur rann út 15. september 2017. Alls bárust 90 umsóknir að upphæð ríflega 71 milljón króna. Þrjátíu og átta verkefni hljóta styrki að þessu sinni og er heildarúthlutun 14.850.000 kr. Styrkupphæðir eru á bilinu 150.000 – 1.000.000 kr. Verkefni skiptast þannig: nítján popp- og rokk verkefni, sjö samtímatónlistarverkefni, fimm jazzverkefni, og sjö af öðrum meiði.
Starfsmenn sjóðsins gerðu mistök við úrvinnslu niðurstaðna og fékk því hluti umsækjenda röng svarbréf 30. október sl. Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að afturkalla öll svarbréfin þar sem þau voru ekki í samræmi við niðurstöður stjórnar Hljóðritasjóðs og í framhaldinu staðfesti hann tillögur hennar. Rannís harmar mistökin og hefur beðið umsækjendur afsökunar með skriflegu svari. Farið hefur verið yfir verkferla til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.
Nafn umsækjanda | Heiti verkefnis | Vilyrði |
Anna Þorvaldsdóttir | Hljóðritanir til útgáfu - Anna Þorvaldsdóttir | 450.000 |
Arnar Guðjónsson | Warmland - Hljómplata | 300.000 |
Árstíðir | 5. breiðskífa Árstíða (ónefnd) | 600.000 |
Áskell Másson | Sonatas and Piano Quartet | 400.000 |
Bergrún Snæbjörnsdóttir | Areolae - LP | 150.000 |
Björn Steinar Sólbergsson | Íslensk orgeltónlist | 250.000 |
Brynja Bjarnadóttir | Liar | 100.000 |
Daði Birgisson | DAÐI | 650.000 |
Dimma ehf. | Guðrún Gunnarsdóttir - Nýir söngvar | 600.000 |
Emilía Rós Sigfúsdóttir / Elektra Ensemble | Upptökur fyrir fyrsta geisladisk Elektra Ensemble | 550.000 |
Friðrik G. Sturluson | Sjómannalög | 300.000 |
Hera Hjartardóttir | Hera - Hljómplata 10 | 650.000 |
Herdís Stefánsdóttir | East of My Youth - EP2 | 350.000 |
Hildur Vala Einarsdóttir | Hildur Vala 3 | 350.000 |
Huldusalur ehf. | Upptaka þriðju breiðskífu Kontinuum | 350.000 |
Ingi Bjarni Skúlason | Ingi Bjarni - Norður | 300.000 |
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir | Hulduhljóð að handan | 200.000 |
Ingvi Þór Kormáksson | Above | 300.000 |
Kristín Björk Kristjánsdóttir | Alchemy & Friends | 500.000 |
Leifur Gunnarsson | Sönglög Snorra Hjartar | 200.000 |
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir | Island Broadcast | 500.000 |
María Sól Ingólfsdóttir | Dyndilyndi | 400.000 |
Marteinn Sindri Jónsson | Atlas | 300.000 |
Ólöf Helga Arnalds | Dags dagur | 1.000.000 |
Óskar Guðjónsson | ADHD 7 | 400.000 |
Pétur Jónsson | Hugar - Grandi | 400.000 |
Record Records ehf. | Júníus Meyvant - Önnur breiðskífa | 1.000.000 |
Snorri Helgason | Snorri Helgason í Hljóðrita | 400.000 |
Soffía Björg Óðinsdóttir | Soffía Björg Þeir vaka yfir þér | 250.000 |
Sólfinna ehf. | Trio Sunnu með Verneri Pohjola | 400.000 |
Sólveig M. Kristjánsdóttir | I Æ | 150.000 |
Strokkvartettinn Siggi | Strokkvartettinn Siggi - Frum | 500.000 |
Sölvi Jónsson | Ef hið illa sigrar | 200.000 |
Tackleberry sf. | Moses í mynd - EP | 300.000 |
Teitur Björgvinsson | Viindhlaða (vinnutitill) | 350.000 |
Tónlistarfélagið Mógil | Mógil ný plata | 300.000 |
Valdimar Jóhannsson | A score for a dance piece that has yet to be made | 300.000 |
Þorsteinn Gunnar Friðriksson | Une Misère Stuttskífa | 150.000 |
Samtals | 14.850.000 |
* Birt með fyrirvara um villur.