Hljóðritasjóður fyrri úthlutun 2023
Alls bárust 204 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar á umsóknarfresti 15. mars 2023. Stjórn Hljóðritasjóðs styrkir 60 verkefni að að heildarupphæð 19 milljónir króna. Sótt var um ríflega 172 milljónir króna. Styrkupphæðir eru á bilinu 150 til 800 þúsund krónur.
Hæstu styrki fá: Hærra 800 þúsund krónur, og Skálmöld 700.000 þúsund krónur.
Skiptast styrkveitingar á eftirfarandi hátt:
- 27 styrkir til ýmis konar rokk, hipp-hop og popp verkefna í afar víðum skilningi
- 13 styrkir til samtímatónlistar af ýmsum toga
- 7 styrkir til fjölbreyttra djass verkefna.
- 13 styrkir til ýmissa annars konar tónlistarverkefna.
Hljóðritunarsjóður styrkir aðeins verkefni til hljóðritunar á nýrri íslenskri tónlist. Stjórn sjóðsins veitir ekki framhaldsstyrki til hljóðritunarverkefna sem þegar hafa verið styrkt af sjóðnum eða áður styrkt af Tónlistarsjóði. Menningarráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir, bauð styrkþegum til viðburðar í Safnahúsi 14. júní 2023.
Listi yfir styrkhafa*
Umsækjandi | Verkefni | Upphæð |
Alda Music ehf. | Elín Hall - Breiðskífa | 350.000 |
Alda Music ehf. | Supersport! - breiðskífa | 250.000 |
AM Music ehf. | Two scars - Arny Margret | 350.000 |
Ange Francois Desire Bouraima | Libretto Maxima | 300.000 |
Arna Rún Ómarsdóttir | ÓRAR | 200.000 |
Auður Viðarsdóttir | rauður stuttskífa | 200.000 |
Árni Grétar Jóhannesson | Ýsa í Raspi | 150.000 |
Ásbjörg Jónsdóttir | Mörsugur - upptaka | 200.000 |
B.G. Music ehf | Fyrsta breiðskífa Blood Harmony | 500.000 |
Benedikt Hermann Hermannsson | Ljósið & Ruslið | 300.000 |
Bergþóra Einarsdóttir | Smurðar fórnir | 300.000 |
Birgir Hilmarsson | Fjögur verk fyrir kór og orgel | 400.000 |
Birgir Örn Steinarsson | Biggi Maus / Akureyrarlög | 350.000 |
Bix ehf. | Fréttir - Fyrsta breiðskífa BÖSS | 300.000 |
Björg Brjánsdóttir | Eyg - Einleiksplata | 250.000 |
Blómi sf | Upptaka á níundu hljóðversplötu ADHD | 500.000 |
Brekvirki ehf. | BREK - Hálftómt / Hálffullt glas | 250.000 |
Daníel Helgason | Daníel Helgason Tríó | 200.000 |
Einar Jóhannesson | Hljóðritun íslenskra tríóverka | 200.000 |
Eiríkur Orri Ólafsson | hist og - plata þrjú | 350.000 |
Elías Geir Óskarsson | EXTRAVAGANZA | 200.000 |
Elísa María Geirsdóttir Newman | Kolrassa Krókríðandi - ný plata | 400.000 |
Emmsjé ehf. | Vinnuheiti: Hás | 600.000 |
Friðrik Karlsson | Magical Sunrise | 200.000 |
Guðmundur Jónsson | Nykur - Nykur III | 250.000 |
Hafliði Hallgrímsson | Lebensfries eftir Hafliða Hallgrímsson | 200.000 |
Haraldur Ægir Guðmundsson | Limp Kid - Tango for One | 200.000 |
Hekla Magnúsdóttir | Hekla - Plata | 300.000 |
Hljómaland ehf. | One in a Million - Fyrsta plata Rock Paper Sisters | 300.000 |
Hvanndalsbræður sf. | Níunda hljómplata Hvanndalsbræðra | 400.000 |
Hærra ehf. | Hreinviðri | 800.000 |
Högni Egilsson | 3 verk fyrir strengjakvarttinn Kordo. | 250.000 |
Iceland Sync Management ehf. | Saga Matthildur EP Plata | 300.000 |
Iðunn Einarsdóttir | Iðunn Einars LP | 150.000 |
Jón Ólafsson | Fjórða sólóplata Jóns Ólafssonar | 450.000 |
Kári Haraldsson | Múr - Fyrsta breiðskífa | 350.000 |
Kolbeinn Bjarnason | Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs | 400.000 |
Kór Langholtskirkju | Kom vor Immanúel | 150.000 |
Kristín Birgitta Ágústsdóttir | Ný sólóplata Stínu Ágústsdóttur | 300.000 |
Kristján Eldjárn Hjörleifsson | Tinslit — stuttskífa | 200.000 |
Köhler slf. | (11:08) | 300.000 |
María Huld Markan Sigfúsdóttir | Are we Ok? | 300.000 |
Mikil Ósköp slf. | Tónar til heiðurs alls sem er. | 300.000 |
Nivalis ehf | Hljómsveitin Árstíðir - Hljómplatan BLIK | 300.000 |
Ólafur Björn Ólafsson | Let vibrate | 200.000 |
Pan Thorarensen | Pan Thorarensen / fyrsta sólóplata | 250.000 |
Pera Óperukollektíf | Plastóperan | 300.000 |
Rakel Sigurðardóttir | Staður/Place | 600.000 |
Rúnar Freyr Rúnarsson | Rúnar Eff upptökur og útgáfa | 300.000 |
Salóme Katrín Magnúsdóttir | Fyrst breiðskífa Salóme Katrínar | 300.000 |
Sigurður Halldór Guðmundsson | Breiðskífa í vinnslu | 800.000 |
Sigurlaug Gísladóttir | SANDS - MR. SILLA & SAM POTTER | 350.000 |
Skálmöld sf. | Skálmöld - Ýdalir | 700.000 |
Soffía Björg Óðinsdóttir | Soffía LP3 | 250.000 |
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir | SaraLóa | 200.000 |
Sævar Helgi Jóhannsson | Quiet Presence (Hljómplata nr. 7) | 200.000 |
Tryggvi M Baldvinsson | Ljóðaflokkurinn Á þessum kyrrum dægrum | 300.000 |
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir | Spegilfrumur | 300.000 |
Þórdís Gerður Jónsdóttir | Ljóðspyrna | 250.000 |
Þórir Hrafn Harðarson | Óværa þriggja laga EP | 200.000 |
*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur