Hljóðritasjóður fyrri úthlutun 2017
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri úthlutun úr sjóðnum 2017.
Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru hljóðrit sem unnin eru og kostuð af íslenskum aðilum eða er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.
Umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Framlag til sjóðsins árið 2017 er 40,9 m. kr.
Alls bárust 158 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar. Sótt var um 152.272.325 kr.
Gerð er tillaga um að veita 23.525.000 kr. til 71 umsækjenda, þ.e. 48 styrki til rokk og popp verkefna, 13 til klassískrar tónlistar og 10 styrki til jazz verkefna. Næsti umsóknarfrestur er 15. september nk.*
Nafn styrkþega | Heiti verkefnis | Styrkupphæð í kr. |
12 tónar ehf | Pink Street Boys #2 | 200.000 |
AF Music ehf. | Quite Eyes EP | 350.000 |
Agent Fresco sf. | Þriðja breiðskífa Agent Fresco | 450.000 |
Agnar Már Magnússon | Arctic Horizon | 300.000 |
Alda Music ehf. | Guðrún Ýr | 450.000 |
Amabadama ehf | Önnur breiðskífa Amabadama | 450.000 |
Andrés Þór Gunnlaugsson | Andres Þór kvartett | 300.000 |
Arnór Dan Arnarson | Arnór Dan | 250.000 |
ARTE ehf | FJALL | 300.000 |
Auðunn Lúthersson | Auður - LP plata | 400.000 |
Ásta Fanney Sigurðardóttir | Poetry Music | 300.000 |
Baldvin Snær Hlynsson | Renewal | 150.000 |
Bang ehf | Bang Gang - Plata 5 | 350.000 |
Bjarni Lárus Hall | Lucky goes home | 300.000 |
Bjartmar A Guðlaugsson | Vor í Vatnsmýrinni | 450.000 |
Blue Fire ehf. | Woke up Wating | 400.000 |
Brynhildur Ingibjörg Oddsdóttir | Upptökur og hljóðvinnslu á annarri plötu Beebee and the bluebirds | 250.000 |
Constant Music slf. | Painted Lady | 300.000 |
Dimma ehf. | Sálmar á nýrri öld | 450.000 |
Egill Ástráðsson | Sturla Atlas EP plata | 400.000 |
Egill Benedikt Hreinsson | Ný íslensk létt lög | 250.000 |
Einar Valur Scheving | The Obvious - plötuútgáfa | 350.000 |
Fanney Kr. Snjólaugardóttir | Kjass | 150.000 |
Fufanu ehf. | LP3 | 350.000 |
Graduale Nobili | Upptökur á frumsömdum verkum | 250.000 |
Gunnar Hilmarsson | Sycamore Tree | 450.000 |
Gunnar Þórðarson | Gunnar Þórðarson ný lög | 650.000 |
Gyða Valtýsdóttir | GYÐA - Wild Tender | 450.000 |
Hallfríður Ólafsdóttir | Maxímús Músíkús fer á fjöll - Hljóðrit | 200.000 |
Haukur Freyr Gröndal | Haukur Gröndal - Sólóverkefni | 250.000 |
Haukur Heiðar Hauksson | Haukur Heiðar sólóplata | 350.000 |
Helgi Rúnar Gunnarsson | Minor Mistakes | 350.000 |
Hildigunnur Rúnarsdóttir | Gilitrutt barnaópera | 400.000 |
Hljómsveitin Nýdönsk | Tímamótaplata | 450.000 |
Hlynur Aðils Vilmarsson | Upptaka á tónverki | 300.000 |
Hreimur Örn Heimisson | Fun Machine | 350.000 |
Högni Egilsson | Ó | 300.000 |
Joseph C Muscat | Seint (Hljómplata í fullri lengd) | 250.000 |
Jóhann Már Nardeau | Ari á Unnarsstöðum | 75.000 |
Kiriyama Family sf. | Waiting For | 300.000 |
Kirkjukór Laugalandsprestakalls | Diskur Kirkjukórs Laugalandsprestakalls | 150.000 |
Kristín Anna Valtýsdóttir | Kristín Anna - I Must Be The Devil | 450.000 |
Kristín Mjöll Jakobsdóttir / Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr | Hnúkaþeyr - hlýir tréblásaravindar | 300.000 |
Kristín Þóra Haraldsdóttir | Blóðhófnir | 400.000 |
Lupus sf. | Hefnið Okkar | 450.000 |
Mezzoforte ehf. | Mezzoforte 40 ára | 450.000 |
Nils Mikael Lind | Stækkun hljóðheims | 150.000 |
Oroom ehf. | 10. breiðskífa hljómsveitarinnar GusGus | 350.000 |
Óður ehf. | Ósómaljóð | 650.000 |
Ómar Guðjónsson | Útgáfa á Roforofo | 350.000 |
Ómar Þ Ragnarsson | Hróður lands og þjóðar | 250.000 |
Pálmi Gunnarsson | UNDIRTÓNN Pálmi Gunnarsson bassaleikari | 300.000 |
Ragnheiður Gröndal | Ragga Gröndal - Sléttuúlfur | 650.000 |
Ragnheiður M. Benediktsdóttir | Fyrsta plata RuGls | 300.000 |
Salka Eyfeld Hjálmarsdóttir | Salka Sól | 250.000 |
Salsakommúnan | Fyrsta hljóðversplata Salsakommúnunnar | 150.000 |
Sigríður Thorlacius | Sigríður Thorlacius | 350.000 |
Sigurlaug Gísladóttir | Mr. Silla | 350.000 |
Slowblow (Sirkafúsk sf) | Slowblow - kvikmyndatónlist | 300.000 |
Snorri Hallgrímsson | Snorri Hallgrímsson - Breiðskífa | 250.000 |
Svavar Pétur Eysteinsson | Prins Póló - Partí | 300.000 |
Teitur Magnússon | Orna | 350.000 |
Tónverið slf. | Önnur hljómplata Red Barnett | 350.000 |
TVC ehf. | The Vintage Caravan - Album 3 | 300.000 |
Úlfur Hansson | Plata - Arborescence | 300.000 |
Valdís Þorkelsdóttir | Fjármögnun fyrir plötu Dísu, Reflections | 450.000 |
Vignir Snær Vigfússon | Vignir Snær - Sólóplata | 350.000 |
Þormóður Dagsson | Þriðja breiðskífa Tilbury | 350.000 |
Þorvaldur Gylfason | Sjö ættjarðarástarsöngvar | 150.000 |
Þórdís Gerður Jónsdóttir | Vistir | 300.000 |
Þórir Garðarsson | Svartidauði - Revelations of the Red Sword | 200.000 |
* Birt með fyrirvara um villur.