Grænir styrkir - kynningarfundur og styrkjamót 23. mars 2023
Grænvangur, Rannís, Festa, Orkustofnun og Umhverfi-, orku- og loftslagsráðuneytið standa að viðburðinum Grænir styrkir, 23. mars 2023 á Grand Hótel, þar sem styrkir á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála verða kynntir auk þess gestum gefst tækifæri á að taka þátt í styrkjamóti og ræða við sérfræðinga.
Þann 23. mars næstkomandi verður haldin kynning á styrkjum sem bjóðast á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála. Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis- orku- og loftslagsmála mun ávarpa gesti og opna viðburðinn.
Viðburðurinn fer fram í Háteig á Grand Hótel og hægt verður að fylgjast með í gegnum streymi.
Á fundinum verða haldnar stuttar kynningar á helstu sjóðum og styrkjatækifærum sem standa Íslendingum til boða á þessu sviði í bland við örsögur aðila sem hafa farsæla reynslu af því að sækja í sjóði vegna grænna verkefna.
Að kynningum loknum tekur við Styrkjamót þar sem þátttakendur geta bókað örfundi til að kynnast, fræðast og kanna möguleika á samstarfi í framtíðinni. Fundina er hægt að bóka á staðnum eða sem fjarfundi. Á styrkjamótinu er tilvalið að ræða ákveðna styrki við sérfræðinga eða kynna ný græn verkefni.
Nánari dagskrá og skráningu má finna á vefsíðu viðburðarins.
Hverjir ættu að skrá sig og taka þátt?
Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir ofl. sem:
- leita lausna að áskorunum á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála
- bjóða lausnir á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála
- vilja funda með aðilum til að ræða þróun, nýsköpun og/eða hugsanlegt samstarf
Öll geta séð alla þátttakendur og skráningar óháð því hvort viðkomandi hafi skráð sig eða ekki.
Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, RANNÍS, Festu, Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Bein útsending