Fyrsta úthlutun netöryggisstyrks Eyvarar
Stjórn Eyvarar hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 13 verkefna að ganga til samninga um nýjan netöryggisstyrk.
Þetta er í fyrsta sinn sem Eyvör, hæfnisetur fræðslu, menntunar og rannsókna á netöryggi, úthlutar slíkum styrkjum eins og auglýst var í ágúst síðastliðnum.
Alls bárust 45 umsóknir en hámarksstyrkur á verkefni er níu milljónir króna, gegn 20% mótframlagi frá styrkhöfum. Sem fyrr segir hlutu 13 verkefni styrk að þessu sinni og er styrkveiting til nýrra verkefna u.þ.b. 97 milljónir króna í heild.
Við val á verkefnum var lögð áhersla á eftirfarandi þætti:
-
Efling netöryggismenningar og vitundar.
-
Hagnýt menntun, rannsóknir og þróun.
-
Örugg stafræn þjónusta og nýsköpun.
-
Öflug löggæsla, netvarnir og þjóðaröryggi.
-
Skilvirk viðbrögð við atvikum.
-
Sterkir innviðir, tækni og lagaumgjörð.
Frekari styrkveitingar Eyvarar verða tilkynntar síðan.
Nánari upplýsingar um Eyvöru NCC-IS
Verkefni sem hlutu fyrsta netöryggisstyrk Eyvarar eru eftirfarandi:
Umsækjandi |
Heiti verkefnis |
Verkefnisstjóri |
Aktra ehf. |
Aktra - Leikvöllur netöryggis |
Alexandre Luc Valentin Thiroux--Boddaert |
Ambaga ehf. |
Örvangur - kennsluvettvangur fyrir netöryggi |
Jóhann Þór Kristþórsson |
AwareGO ehf. |
Rannsóknir á áhættuþáttum notenda heimabankaþjónustu og þróun á mótvægisþáttum |
Ragnar Sigurðsson |
Evolv Robotics ehf. |
Öruggari Sprotar - Netöryggisvitund, stjórnkerfi, þjálfun, herðing og vöktun sprotafyrirtækja. |
Bjarki Guðmundsson |
Glimmer slf. |
Töfraheimurinn Internetið |
Lárus Blöndal Guðjónsson |
Haf-Akur ehf. |
Verjumst! |
Jón Arnar Jónsson |
Hljóðbókasafn Íslands |
Uppsetning og stillingar á nýjum, öruggum vefþjóni og tengdum þjónustum fyrir Hljóðbókasafn Íslands |
Gunnar Grímsson |
Memaxi ehf. |
Aukið öryggi í Memaxi við samþættingu annarra kerfa í velferðarþjónustu |
Ingunn Ingimarsdóttir |
Múlaþing |
Stafrænn útivistartími |
Þóra Björnsdóttir |
ORF Líftækni hf. |
Skjöldur |
Ingimundur Árnason |
Taktikal ehf. |
Efling viðnáms við netógnum með þjálfun starfsfólks og styrkingu innviða |
Valur Þór Gunnarsson |
Varist ehf. |
Rafskotsvæði Varist: Öruggt Þjálfunar- og Hermunarumhverfi fyrir Netöryggisæfingar |
Finnbogi Ásgeir Finnbogason |
uiData ehf. |
Bætt Öryggis- og Hlutverksstjórnun fyrir skýrslur og gagnamódel í gegnum DataCentral |
Bjarki Elías Bjarkar Kristjánsson |