Fyrsta úthlutun netöryggisstyrks Eyvarar

9.12.2024

Stjórn Eyvarar hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 13 verkefna að ganga til samninga um nýjan netöryggisstyrk.

Þetta er í fyrsta sinn sem Eyvör, hæfnisetur fræðslu, menntunar og rannsókna á netöryggi, úthlutar slíkum styrkjum eins og auglýst var í ágúst síðastliðnum.

Alls bárust 45 umsóknir en hámarksstyrkur á verkefni er níu milljónir króna, gegn 20% mótframlagi frá styrkhöfum. Sem fyrr segir hlutu 13 verkefni styrk að þessu sinni og er styrkveiting til nýrra verkefna u.þ.b. 97 milljónir króna í heild.

Við val á verkefnum var lögð áhersla á eftirfarandi þætti:

  • Efling netöryggismenningar og vitundar.

  • Hagnýt menntun, rannsóknir og þróun.

  • Örugg stafræn þjónusta og nýsköpun.

  • Öflug löggæsla, netvarnir og þjóðaröryggi.

  • Skilvirk viðbrögð við atvikum.

  • Sterkir innviðir, tækni og lagaumgjörð.

Frekari styrkveitingar Eyvarar verða tilkynntar síðan. 

Nánari upplýsingar um  Eyvöru NCC-IS

Verkefni sem hlutu fyrsta netöryggisstyrk Eyvarar eru eftirfarandi:

Umsækjandi

Heiti verkefnis

Verkefnisstjóri

Aktra ehf.

Aktra - Leikvöllur netöryggis

Alexandre Luc Valentin Thiroux--Boddaert

Ambaga ehf.

Örvangur - kennsluvettvangur fyrir netöryggi

Jóhann Þór Kristþórsson

AwareGO ehf.

Rannsóknir á áhættuþáttum notenda heimabankaþjónustu og þróun á mótvægisþáttum

Ragnar Sigurðsson

Evolv Robotics ehf.

Öruggari Sprotar - Netöryggisvitund, stjórnkerfi, þjálfun, herðing og vöktun sprotafyrirtækja.

Bjarki Guðmundsson

Glimmer slf.

Töfraheimurinn Internetið

Lárus Blöndal Guðjónsson

Haf-Akur ehf.

Verjumst!

Jón Arnar Jónsson

Hljóðbókasafn Íslands

Uppsetning og stillingar á nýjum, öruggum vefþjóni og tengdum þjónustum fyrir Hljóðbókasafn Íslands

Gunnar Grímsson

Memaxi ehf.

Aukið öryggi í Memaxi við samþættingu annarra kerfa í velferðarþjónustu

Ingunn Ingimarsdóttir

Múlaþing

Stafrænn útivistartími

Þóra Björnsdóttir

ORF Líftækni hf.

Skjöldur

Ingimundur Árnason

Taktikal ehf.

Efling viðnáms við netógnum með þjálfun starfsfólks og styrkingu innviða

Valur Þór Gunnarsson

Varist ehf.

Rafskotsvæði Varist: Öruggt Þjálfunar- og Hermunarumhverfi fyrir Netöryggisæfingar

Finnbogi Ásgeir Finnbogason

uiData ehf.

Bætt Öryggis- og Hlutverksstjórnun fyrir skýrslur og gagnamódel í gegnum DataCentral

Bjarki Elías Bjarkar Kristjánsson









Þetta vefsvæði byggir á Eplica