Fyrri úthlutun úr Hljóðritasjóði árið 2021

17.5.2021

Á umsóknarfresti 15. mars 2021 bárust alls 180 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og er það metfjöldi umsókna í einni lotu. Sótt var um styrki að upphæð um það bil 140 milljóna króna.

Samþykkt var að veita 15 milljónum kr. til 58 hljóðritunarverkefna og því einungis hægt að styrkja tæpan þriðjung umsækjenda eða um 11% af umsóttum fjárhæðum.

Skiptast styrkveitingar þannig:

  • 34 styrkir til ýmis konar rokk, hip-hop og popp verkefna í afar víðum skilningi,
  • 17 styrkir til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga,
  • 7 styrkir til fjölbreyttra djass verkefna.

Helmingi af heildarframlagi sjóðsins er ráðstafað nú í fyrri úthlutun ársins. Framlag til sjóðsins er 41 milljón árið 2021 en 30 milljónum verður úthlutað á árinu.

Hljóðritunarsjóður styrkir aðeins verkefni til hljóðritunar á nýrri íslenskri tónlist. Stjórn sjóðsins veitir ekki framhaldsstyrki til verkefna sem þegar hafa verið styrkt af sjóðnum.
Samþykktar styrkupphæðir nú voru á bilinu 100.000 til 600.000 króna.*

Nafn umsækjanda Póstnúmer umsækjanda Heiti verkefnis Stutt lýsing til opinberrar birtingar Úthlutuð upphæð
Aduria ehf. 107 Brain Trill Upptaka á einleiksverkinu Brain Trill fyrir saxófón. 200.000
Alda Music ehf. 101 Daniil - EP Daniil gefur út EP, fimm ný lög 200.000
Alda Music ehf. 101 Draumfarir - EP Hljómsveiting Draumfarir: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson, Helgi Einarsson og Örn Ýmir Arason. 200.000
Alda Music ehf. 101 Haki - breiðskífa Önnur breiðskífa Haka og 300.000
Andrés Þór Gunnlaugsson 220 Andrés Þór Tríó Hljóðritun á nýrri tónlist 200.000
Anna Halldórsdóttir 270 Svartur sandur Svartur sandur er 4. sólóverkefni Önnu. 300.000
Anna Sóley Ásmundsdóttir ERL Modern Age Ophelia Hljómplatan Modern Age Ophelia Lagasmíðar dansa á mörkum jazz, pop, grúf- og alþýðutónlistar. 150.000
Auðunn Lúthersson 220 Floni og Auður - Venus Stuttskífa Fimm laga stuttskífu. 300.000
Aulos Flute Ensemble 110 Innsýn Diskur með verk sex íslenskra kventónskálda 300.000
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir ERL KVÆÐI Hljóðritun frumsamdra verka eftir Viktor Orra Árnason og Álfheiði Erlu Guðmundsdóttur við ljóð íslenskra kvenljóðskálda. 450.000
Árni Grétar Jóhannesson 101 Rauðisandur Futuregrapher íslensk raftónlist. Rauðisandur er 10. plata Árna 150.000
Árni Hjörvar Árnason 220 Hraunkot Hraunkot er plötuútgáfa sem gefur út sérsniðnar 7 tommu útgáfur í takmörkuðu upplagi. Þær geyma b-hlið sem finnst hvergi annar staðar. 200.000
Ásbjörg Jónsdóttir 220 Úr augum þér fiðrildi fljúga - upptaka á nýjum verkum Verkin Fiðrildi, Lognið logna og Ef ég mætti yrkja fyrir harmóníku og saxófón eru óður til samnefndra ljóða eftir Jóhannes úr Kötlum, Þórarinn Eldjárn og Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. 150.000
Ásgeir Jón Ásgeirsson 200 Duo (á ensku) Ásgeir fær til liðs við sig íslenska og erlenda tónlistarmenn í duo samhengi. Verkin dansa mörkum jazz og heimstónlistar. 250.000
Áslaug Rún Magnúsdóttir ERL PAMELA ANGELA PAMELA ANGELA tekur mið af ólínulegum tímum, frásögn sem hefur ekkert upphaf, miðju eða enda. ~ 200.000
Benedikt Hermann Hermannsson 107 Benni Hemm Hemm & The Melting Diamond Band I-IV Benni Hemm Hemm & The Melting Diamond Band gefa út þriggja klukkustunda langa plötu með tónlist sem er blanda af skrifuðum verkum og spunatónlist. 300.000
Berglind María Tómasdóttir 104 Tvísöngur Tvísöngur segir frá heimatilbúnu hljóðfæri og uppdiktuðum söguheimi þess. Í tengslum við bókina verður gefin út hljóðsnælda. 250.000
Birnir Sigurðarson 200 Litir Platan er er einhverskonar uppgjör við fortíð Birnis. 300.000
Bjarki Ómarsson 110 Bomarz - LP - Bounces Vol. 2 Önnur LP plata Bomarz 150.000
Bjarni Daníel Þorvaldsson 109 Fyrsta breiðskífa Supersport! Hljómsveitin Supersport. 1. breiðskífa. 150.000
Bjartmar Guðlaugsson 102 Bjartmar og Bergrisarnir Hljóðritun og útgáfa á hljómplötu með 10 nýjum lögum og ljóðum Bjartmars. 500.000
Dagur Gíslason 107 Sól án varma - Plata í fullri lengd Plötuútgáfa meðlima úr stærstu svartmálms-hljómsveitum Íslands: Misþyrmingu, Svartadauða og Carpe Noctem. 200.000
Davíð Þór Jónsson 270 Spunaflug Hljóðritun á rauntímatónsmíðum, þar sem slagharpan er í aðalhlutverki. 350.000
Einar Torfi Einarsson 276 Quanta Tónleikaupptaka á sex áður óútgefnum tónverkum fyrir misstóra kammerhópa eftir Einar Torfa Einarsson. 200.000
Elísabet Waage 200 Ómskoðun andartaksins Hljóðritun Ómskoðunar andartaksins eftir Þuríði Jónsdóttur, Árferðar Báru Grímsdóttur, Krumma og fleiri fugla í útsetningum Tryggva Baldvinssonar og nýrrar tónsmíðar Páls Ragnars Pálssonar.. 300.000
Eyþór Ingi Gunnlaugsson 220 Eyþór Ingi solo verkefni Lögin eru einhverskonar tilraunakenndur alternative, syntha, popp og rokk bræðingur undir sterkum nýbylgju áhrifum. 300.000
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir 112 Önnur breiðskífa gugusar Önnur breiðskífa rafpopptónlistarkonu gugusar. Örsögur sem innihalda sterk feminísk gildi. 150.000
Guðrún Ólafsdóttir 108 Gleym mér ei RÚN hljóðritar plötur með gömlum perlum íslenskrar ljóðlistar frá 19. og 20. öld 150.000
Gunnar Lárus Hjálmarsson 107 Ónefnd LP-plata Ónefnd LP-plata hljómsveitarinnar Dr. Gunni með 12 lögum og textum Gunnars. 300.000
Gunnar Þórðarson 101 12 Tólf laga diskur með nýjum lögum eftir Gunnar Þórðarson 600.000
Hapsumhips slf. 225 Lög síns tíma Upptökur á annarri breiðskífu Hipsumhaps. 300.000
Haukur Þór Harðarson 105 Upptökur á verkinu Etch
Upptökur til útgáfu á verkinu Etch.
100.000
Heimir Eyvindsson 810 Ný plata með Á móti sól Fjögurra laga stafræn hljómplata með hljómsveitinni. 300.000
Hera Hjartardottir 200 Hera - Hljómplata Ellefta hljómplata Heru, Barði Jóhannsson stýrir upptökum. 300.000
Hildur Kristín Stefánsdóttir 105 RED RIOT breiðskífa Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar RED RIOT. 300.000
Hugi Þeyr Gunnarsson 109 Verkefnið Hugi - Upptökur á strengjakvartett

Hugi er sólóverkefni tónskáldsins Huga Þeys Gunnarssonar.

150.000
Huginn Frár Guðlaugsson 162 Eini strákur vol. 2 - Þriðja breiðskífa Hugins Þriðja breiðskífa Hugins fjallar um tilfinningalega dýnamík, drunga og von. 250.000
Iðunn Einarsdóttir 108 Iðunn Einars EP Sex laga EP plata með frumsömdum popplögum samin með klassískum tónsmíðaaðferðum og unninn með hljóðvinnslu-aðferðum raftónlistar. 150.000
Ingi Bjarni Skúlason 108 Ingi Bjarni: Lessons Platan Lessons inniheldur tíu frumsamin verk. 100.000
Jóhannes Birgir Pálmason 104 The Ghost Choir - Plata II Önnur hljóðversskífa hljómsveitarinnar 150.000
Jóhannes Bjarki Bjarkason 200 Skoffín LP3 Plata hljómsveitarinnar Skoffín mun innihalda 6-8 lög með meiri tilraunamennska og innrænni textum en áður. 150.000
Jónas Ingimundarson 200 Með vorið í höndunum Með vorið í höndunum er geisladiskur með frumsömdum sönglögum Jónasar Ingimundarsonar. 400.000
Julius Pollux Rothlaender 105 BSÍ - EP 2021 Frumlega og femíníska hljómsveitin BSÍ gefur út fyrstu breiðskífuna sína 'Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk“ 100.000
Magnús Þór Sigmundsson 810 Örlög Frumsamin lög um lífið og tilveruna 600.000
Mikael Máni Ásmundsson 101 Undirbúningar fyrir þriðju LP plötu hljómsveitar Mikaels Mána. Demóupptökur til undirbúnings á útgáfu fyrir 1. og 2. plötu Mikaels. 150.000
Paxal ehf. 210 Ekki Stinga mig af Fjórða breiðskífa Friðrik Dórs Jónssonar 400.000
Páll Eyjólfsson 110 Vindur Hljóðritun á tónverkum íslenskra tónskálda, samin fyrir Pál Eyjólfsson gítarleikara ásamt söng- og flauturödd. Tónskáldin eru m.a. Mist Þorkelsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Steingrímur Þórhallsson, Hjálmar H. Ragnarsson 200.000
Pálmi Gunnarsson 603 Ekki Dauður enn (vinnuheiti) Ekki Dauður Enn - Sólóplata 500.000
Rakel Sigurðardóttir 101 RAKEL, ZAAR og Salóme Katrín - breiðskífa Tónlistarkonurnar Salóme Katrín Magnúsdóttir, Rakel Sigurðardóttir og Sara Flindt hljóðrita og gefa út sjö laga plötu 300.000
Record Records ehf. 220 Sigurður Guðmundsson - Kappróður (breiðskífa)
Platan, Kappróður, inniheldur 10 lög, samin af Sigurði og sungin á íslensku.
500.000
Rock Paper Sisters 220 Fyrsta Breiðskífa Rock Paper Sisters Rock Paper Sisters hafa gefið út 5 lög á streymisveitur. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar væntanleg. 200.000
Rúnar Þórisson 201 "Hjartað skoppar og skellihlær" Verkefnið felst í semja ný lög og texta og hljóðrita nýtt efni. Að verkefninu standa Rúnar, dætur og tengdasynir. 250.000
Sævar Helgi Jóhannsson 105 'Whenever You're Ready' (hljómplata) 'Whenever You're Ready' er fjórða plata Sævars. 150.000
Sölvi Kolbeinsson ERL Fyrsta plata Hamamelidae Fransk-íslenska dúóið Hamamelidae tekur upp sína fyrstu plötu. Dúóið skipa saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson og píanóleikarinn Vincent Audesseau.. 150.000
Tómas R. Einarsson 107 Ávarp undan sænginni Útgáfa á nýjum sönglögum eftir Tómas R. Efni ljóðanna er ástin, treginn og söknuður. 400.000
Töfrahurð sf. 200 Hljóðritanir Búkolla - nýtt tónlistarævintýri Búkolla - tónlistarævintýri. Tónskáld Gunnar Andreas Kristinsson 300.000
Þorleifur Gaukur Davíðsson 270 Fyrsta sóló-plata Þorleifs Gauks Þorleifur Gaukur , Davíð Þór Jónsson og Skúla Sverrisson skapa skemmtilegan hljóðheim með innblæstri frá grasrótartónlist í bland við kvikmyndatónlist. 250.000
Ægir Sindri Bjarnason 101 Upptökur á 4. sólóplötu Ægis. Trommuleikarinn og hljóðlistamaðurinn Ægir tekur upp sína 4. plötu 150.000

*Birt með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica