Fyrri úthlutun Æskulýðssjóðs 2019
Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum, föstudaginn 29. mars sl., að leggja til við ráðherra að úthluta styrk til sex verkefna, að upphæð alls kr. 3.837.000 í fyrri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2019.
Alls bárust sjóðnum 27 umsóknir um styrk að upphæð tæplega 38.8 milljónir.
Stjórnin leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt;*
Nafn umsækjanda | Heiti verkefnis | Styrkur |
Skátasamband Reykjavíkur | Nemum land sem leiðtogar | 325.000 |
KFUM og K | Hópleikir - hvernig leysum við þraut? | 250.000 |
Ungmennafélag Íslands | Valdefling ungs fólks | 300.000 |
Hugarafl - Notendastýrð starfsendurhæfing | Starfsemi ungs fólks í Hugarafli | 915.000 |
Bandalag íslenskra skáta | Ungt fólk með fatlanir í skátastarfi | 850.000 |
Ungir umhverfissinnar | Námskeið í hagsmunagæslu fyrir sjálfbæra þróun | 1.197.000 |
Alls kr. | 3.837.000 |
*Birt með fyrirvara um hugsanlegar villur