Fulltrúar pólska menningarráðuneytisins í heimsókn

5.6.2024

Starfsfólk Rannís hjá Uppbyggingarsjóði EES tók á móti þremur fulltrúum pólska menningarráðuneytisins þann 4. júní síðastliðinn.

Dagurinn einkenndist af gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land. Þau Monika Smolerí – Bromska, forstöðukona evróskra málefna og sjóða, Przemysław Niedźwiecki, aðstoðaforstöðumaður og Bartosz Baran sérfræðingur fóru víða í rokinu. Ráðuneytisstjóri menningarráðuneytis ásamt skrifstofustjóra og menningarsérfræðingi hélt með þeim fund að morgni þar sem farið var yfir það góða gengi sem íslenskir aðila hafa átt að fagna í uppbyggingarsjóðnum og væntanlegt framhald á því með nýrri áætlun. 

Íslenskir aðilar tóku þátt í 12 styrktum pólsk-íslenskum samstarfsverkefnum og voru þátttakendur í um 70 umsóknum. Að loknum fundi í ráðuneytinu hittu þau Ágúst Hjört Ingþórsson forstöðumann Rannís og menningarsérfræðinga Rannís þar sem farið var yfir víðan völl en þó sérstaklega rætt um nýja áætlun Uppbyggingarsjóðsins sem er að fara í samningaferli. Einnig var drepið á komandi forsæti Pólverja í ESB fyrri hluta árs 2025. Eftir hádegi var Þjóðminjasafnið heimsótt en safnið tók þátt í skemmtilega lærdómsríku og inngildandi pólsk-íslensku ljósmyndaverkefni. Að lokum var sendinefndinni boðið að skoða Hörpu og þar fengu þau frábæra leiðsögn um húsið. Þó að veðrið væri kannski í fullmiklum ham þá voru Pólverjarnir sáttir með sína fyrstu heimsón til Íslands. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica