Framkvæmdastjórn ESB óskar eftir netöryggissérfræðingum til að meta umsóknir

27.3.2024

Sérstaklega er óskað eftir því að nýir sérfræðingar á sviði netöryggis skrái sig í gagnagrunn sem nær bæði yfir starfsemi Horizon Europe og Digital Europe Programme.

Starfssvið sérfræðings nær bæði yfir netöryggismál innan Digital Europe Programme og Horizon Europe. 
Nú þegar er fjöldi sérfræðinga skráðir í gagnagrunninn. Þar sem umfang á svið netöryggismála fer vaxandi er nauðsynlegt að bæta í hópinn.
Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum evra verði úthlutað í opnum köllum (DEP og HE) á sviði netöryggismála fyrir árslok 2024.

Sérfræðingunum getur meðal annars verið falið að:

  • leggja mat á umsóknir um styrki
  • hafa eftirlit með verkefnum og samningum
  • gefa álit og ráðgjöf um einstök málefni

Skráning í sérfræðingagrunn (expert) 

Ítarlegri upplýsingar um skráningu í sérfræðingagrunn









Þetta vefsvæði byggir á Eplica