Framhaldsnámskeið í umsóknarskrifum fyrir Horizon Europe
Þann 21. apríl nk. býður Framkvæmdastjórn ESB upp á opið framhaldsnámskeið á netinu í að skrifa árangursríkar umsóknir í Horizon Europe.
Námskeiðið sem er opið öllum stendur frá kl. 08:00-10:30 að íslenskum tíma (10:00 CEST) og sent út á Youtube.
Á þessu námskeiði verður m.a. farið í saumana á þeim hlutum usmóknaskrifanna sem lúta að:
- Opnum vísindum
- Kynja- og jafnréttisvídd
- Dreifingu, nýtingu og miðlun
Þátttaka er ókeypis og stendur öllum áhugasömum umsækjendum til boða.
Skráning og nánari upplýsingar
Námskeiðið er framhald af námskeiði sem haldið var 24. mars sl.